Manneskja – karl eða kona? IV

Nú endar leikurinn í dag. Væntanlega kominn tími til. Tvennt sem tengist honum kallar á vangaveltur. Í fyrsta lagi, þetta með félagslega tengingu mína. Hún virðist vera í þvílíku lágmarki að eina samband mitt við annað fólk en fjölskylduna, sé við kassa stórmarkaða. Þannig hófst leikurinn síðastliðinn mánudag. Og þannig gerðist fyndið atvik í gær.

Lesa áfram„Manneskja – karl eða kona? IV“

Manneskja – karl eða kona? III

Þetta hefur verið heldur skemmtilegur leikur. Gaman að sjá fólk koma í heimsókn á heimasíðuna og tjá sig um málið. Eftir að hafa skoðað niðurstöður í morgun sýnist mér að sex atkvæði hafi fallið á konur en sjö á karla. Þrjú lendi úti í buskanum; hvorugkynið, drengur á fermingaraldri og Cayenne. Í stjórnmálum yrði þetta orðað svona; konur 6 atkvæði; karlar 7 atkvæði; ógild 3 atkvæði.

Lesa áfram„Manneskja – karl eða kona? III“

Manneskja – karl eða kona? II

Það hagar þannig til við Smáratorg í Kópavogi að þar hefur bílastæðið, að mestu, verið tekið undir byggingarframkvæmdir. Verið er að reisa þar hæsta hús á svæðinu, 17 hæðir. Samhliða er gerð bílageymsla sem verður undir fyrra bílastæði verslunarkjarnans. Til að vega á móti fækkun bílastæða á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir, hefur Bónus beint viðskiptavinum sínum í geysistóra bílageymslu sem er undir verslunarmiðstöðinni.

Lesa áfram„Manneskja – karl eða kona? II“

Manneskja – karl eða kona?

Það var ein manneskja á undan mér við kassann í Bónus í hádeginu í dag. Hún tíndi upp úr innkaupakörfu. Tók hlutina upp með annarri hendi. Einn í einu. Las á verðmiðann. Lagði hlutinn frá sér. Pilturinn á kassanum beið með útrétta hendi eftir því að hlutirnir kæmust til hans. Þetta voru sjö eða átta hlutir. Kannski níu. Flestir smáir. Loks var karfan tóm: „Eitt þúsund sjö hundruð tuttugu og átta krónur,“ sagði pilturinn á kassanum.

Lesa áfram„Manneskja – karl eða kona?“

Frankie Laine

Hann náði til okkar um miðja síðustu öld. Þá vorum við táningar, glaðbeittir, hrifnæmir, rómantískir. Og ástfangnir. Frankie söng af mikilli innlifun og við hlógum þegar hann hló og grétum þegar hann grét. Á sama hátt kom hann inn í tilfinningasveiflur okkar og studdi okkur. Fregnir bárust um að hann hafi látist 6. febrúar síðastliðinn, níutíu og þriggja ára að aldri.

Lesa áfram„Frankie Laine“

Við kynntumst á hnjánum

Var við útför vinar í dag. Frá Bústaðakirkju. Séra Pálmi Matthíasson jarðsöng. Það var fjölmenni. Margir þurftu að standa, bæði við veggi og í fordyri. Það kom á óvart. Í mínum huga var vinurinn innhverfur einstaklingur. Maður fárra orða. Hógvær og lítillátur. Við kynntumst á hnjánum. Það er yfirleitt öðruvísi fólk sem ég kynntist á hnjánum. Krjúpandi í bæn til frelsarans: „Jesús. Jesús Kristur. Ég er hjálpar þurfi. Æ, viltu hjálpa mér.“

Lesa áfram„Við kynntumst á hnjánum“