Haustlitir og nýgróður

Liðin helgi, þrátt fyrir norðaustan þræsing, lét í té af örlæti margskonar glaðning bæði fyrir auga og hjarta. Auðvitað nemum við lífið meira og minna með augunum og í gegnum þau þreifar sálin á umhverfinu, tré, runnum og fólki. Og þar sem við gerðum haustlitum helgarinnar svolítil skil í pistli í gær þá er ekki nema sanngjarnt að ræða oturlítið um nýgróður í dag.

Lesa áfram„Haustlitir og nýgróður“

Alsheimer

A: Fórstu á Alsheimerráðstefnuna í gær?
B: Nei, heyrðu. Ég hef steingleymt því.

Stefán grætur

Andlit hans tjáir angist. Djúpa og örvæntingarfulla. Ósjálfrátt hljóðnar maður. Ósjálfrátt reynir maður að sjá inn fyrir andlitsdrættina. Reynir að gera sér í hugarlund hvort Stefán er meðvitaður um fjötrana, fötlunina, sem halda honum föstum. Í heljargreipum. Hvort gráturinn er skerandi hróp á hjálp til að losna úr fjötrunum. Eða ósjálfráður vöðvasamdráttur. Hvað getur einn fávís áhorfandi vitað um rætur angistar Stefáns?

Lesa áfram„Stefán grætur“

Enska og myntska

Íslenskir fjármagnseigendur hafa miklar sérþarfir. Þarfir sem koma fjármagni þeirra vel og auka gróða og skilvirkni þess. Íslenska krónan er þeim til trafala. Þeir vilja leggja hana af og taka upp evrópumynt. Íslensk tunga er þeim til trafala. Þeir vilja leggja hana af, í viðskiptum til að byrja með, og taka upp enska tungu.

Lesa áfram„Enska og myntska“

Er maður þá hugsanlega ekki?

Getur það átt sér stað að maður sé ekki? Og að þótt maður sé þá sé maður ekki. „Að vera eða vera ekki var spurning Shakespeare´s um árið. Ætli margir velti þessu fyrir sér nú á tímum þegar langflestir virðast vera á trylltum flótta undan óskilgreindri ástæðu? Kannski þeir gáfuðu eða þeir menntuðu. Það fara samt ekki nærri alltaf saman gáfur og menntun. Nei, sko ekki. Það er sitt hvað.

Lesa áfram„Er maður þá hugsanlega ekki?“

Konur sem baka brauð

Hún hefur lætt sér upp úr dýpri vitundarhólfunum undanfarnar vikur minningin um brauðið hennar Önnu á Gilsbakka. Þegar ég segi Önnu á Gilsbakka, þá á ég við Önnu Brynjólfsdóttur sem var húsfreyja þar þegar ég kom þangað sumarstrákur fyrir afar mörgum árum. Og eins og gjarnan gerist með hækkuðum aldri hjá fólki þá sækja ýmsar eldri minningar á.

Lesa áfram„Konur sem baka brauð“