Stór maður í grænum slopp beygði sig yfir mig með súrefnisgrímu í höndunum. Ég opnaði munninn til að spyrja…………………….. Þremur og hálfri klukkustund síðar vaknaði ég á Vöknun. „Finnur þú til?“ spurði stúlka. „Ég veit það ekki,“ ætlaði ég að segja en ekkert orð kom. Hún sprautaði mig.
Litilmagninn og málsvarinn, og fleira
Lítilmagninn og málsvarinn
Las í Morgunblaðinu í gær, á blaðsíðu 40, grein eftir Jóhönnu Guðrúnu Agnarsdóttur. Hún var alin upp á Kumbaravogi við Stokkseyri, ein af fjórtán börnum. Greinin fjallar um arf Jóhönnu og systkina hennar sem virðist hafa villst af leið og aldrei náð til erfingjanna. Þá segir og frá hlut forsvarsmanna Kumbaravogsheimilisins, málsvara systkinanna, við meðferð arfsins sem og opinberra embættismanna og niðurstöðu dóms. Athyglisvert.
Mark Twain
In Paris they simply stared when I spoke to them in French;
I never did succeed in making those idiots understand their language.
Hver er náungi þinn?
Alltaf hef ég verið heillaður af gáfuðum mönnum. Hef þó gjarnan skipað þeim í tvo megin hópa. Veit að það er mikil einföldun. Annar hópurinn er þannig að ég taldi mig betur settan í hæfilegri fjarlægð frá honum svo að minnimáttarkenndin þrýsti mér ekki ofaní jörðina. Stundum henti það að einungis hausinn á mér stóð upp úr og þá var ég lengi að ná mér upp á yfirborðið aftur.
Hann er alfarinn
Janúar er á förum. Þrjátíu og einn dagur. Hann kemur aldrei aftur. Er alfarinn. Mér finnst að ég þurfi að kveðja hann virðulega. Þeim nefnilega fækkar mjög janúarmánuðunum í lífi mínu. Ungum fannst mér þeim mundi aldrei ljúka. En núna, þegar ég er búinn með svona marga, skil ég hvað fáir eru eftir.
Eldhúsraunir eldri borgara
Það eru ýmsar raunir sem maður lendir í eldhúsinu þegar glímt er við nýjar uppskriftir. Kvenbarnið átti afmæli um síðustu helgi og var þá í „haggis“- veislu með Edinborgarvinum sínum og Skotum. Það hafði verið afar vel heppnað. ( Haggis er skoskt slátur, gert úr hökkuðum (kinda eða kálfa) hjörtum, lungum og lifur og mör og haframjöli, samkvæmt hefð, soðið í vömb.
Sókrates
„If a man is proud of his wealth, he should not be praised until it is known how he employs it.“
Manntafl – stjórnmál
Frá fyrstu tíð dáðist ég ævinlega að skákmönnum. Mönnum sem tefldu skák. Yfirleitt voru þetta yfirvegaðir menn, háttvísir og hugsandi. Bæði karlar og konur. Þá þótti mér alltaf sérlega flott í lok skáka, og lýsa mannviti og sjálfsstjórn, þegar menn tókust í hendur með gagnkvæmri virðingu. Örfáir menn hegðuðu sér á annan veg. Tóku tapi með vanstillingu. Manni fannst minna til þeirra koma.
Þriðji maðurinn
Rakarinn var að snyrta á mér kollinn. Við höfðum rætt, að hans frumkvæði, hin ýmsu mál dægranna. Þegar þau almennu, veðrið, fjármagnsmarkaðurinn, fatakaup stjórnmálamanna og lenging dagsins voru afstaðin, komum við að þorra og súrmeti. Súrum eistum og lundabagga. Það var þá sem þriðji maðurinn kom inn og fylgdist með samræðunum. Við erum jafnaldrar.
Ívanov – bravó, bravó
Við skemmtum okkur fjarskalega vel í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikararnir gerðu þetta af svo mikilli snilld, allir sem einn, svo vel og yndislega að það var eins og hjarta manns fylltist af ást til þeirra. Já, mikil feikn var gaman að sjá hópinn skila Ivanov, leikriti Antons Tsjekhovs, í leikgerð – væntanlega hópsins alls,- hafi ég skilið orð leikstjórans, Baltasars, rétt.
