Klukkan núll sex núll núll. Ásta helti á kaffi á meðan ég sótti blöðin niður í anddyri. Við höfum legið í þeim síðan. Þau eru auðvitað lík sjálfum sér. En Lesbókin lofar góðu. Þar er fullt efni sem gleður hjarta mitt. Enda komst ég að því rétt áðan að ég hafði tekið morgunlyfin mín til, en gleymt að innbyrða þau. Ég ætla að treina mér Lesbókina.
Gegnsósa í nostalgíu og vantar ráð
Í einmanaleik mínum í morgun, aleinn með Beinagrindinni undir sæng, rifjaði ég upp atvik frá Bjargi við Suðurgötu þar sem við áttum heima. Ég var tíu ára. Við vorum fátækt fólk og þegar okkur bræðurna tók að langa eitt og annað sem aðrir krakkar á Holtinu fengu, þá lærðum við að horfa í aðrar áttir.
STASI – DAS LEBEN DER ANDEREN
Það er magnþrungin reynsla fyrir mann á efri árum að horfa á kvikmyndina „the lives of others“. Hann heldur niðri í sér andanum og langar mest að fara frá skjánum og hætta að horfa. Okkur Ástu var lánað myndbandið um helgina. Við horfðum á myndina á sunnudag.
Efnilegur hestamaður
Níu ára strákur, Eiríkur Eggertsson, var heiðraður á Ístöltmóti hjá Hestamannafélaginu Adam í Kjós í gær.
Langir skuggar háhýsanna
„Engin fátækt á Íslandi. “ Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með umræðunni um fátækt á Íslandi undanfarin ár. Og sérdeilis hverjir það eru sem staðhæft hafa að engin fátækt sé þar og í mesta lagi alls ekki meiri en í viðmiðunarlöndunum. Það eru vinir valdstjórnanna sem þannig tala. Fólk sem hefur allt af öllu í skjóli við valdsherranna og launa fyrir sig með rangfærslum.
Fagnið með grátendum
„Guð er kona.“ Þannig hljómar fyrirsögn í dagblaði í morgun. Fjallað er um fermingar. Og stúlkubarn í fermingarfræðslu segir: „Guð er vinkona.“ Staðhæfingin er léttvæg. Jesús Kristur upplýsti um Guð á annan veg. Hann sat við brunn. Kona kom þar að. Þau tóku tal saman. Í síðari hluta samtalsins segir Jesús við konuna: Guð er andi.
Beinagrindin og Óreiðan
Hún kom í morgun á beinunum einum saman og sagði að nú væru þrjár vikur liðnar síðan læknarnir fóru inn í hrygginn á henni með hnífa og bora til að skera og skrapa. Sér liði bærilega í dag. Svo spurði hún hvort hún mætti ekki sitja og fylgjast með smástund. Hana langaði að halda upp á daginn. Þetta væri góður dagur í beinavökulegu tilliti.
Dýrð valdsins
Beinin í mér hafa tekið hug minn að mestu síðastliðnar vikur tvær. Þau hafa ekki átt hug minn, heldur hafa þau tekið hann. Rutt sér fram fyrir flest önnur viðfangsefni. Það er leiðinlegt. Efni bóka hefur ekki náð í gegnum óþolið.
Fyrirbærið í síðasta pistli
Nokkrar umræður hafa orðið í athugasemdum við síðasta pistil um fyrirbæri í myndavél. Ég vísa til þeirra athugasemda og bæti svo þessu við í lokin:
Hvað finnst þér um svona fyrirbæri?
Sumt sem maður upplifir er svo furðulegt. Það var um helgina að mig dreymdi þennan elskulega draum. Það var sumar og landið grænt og himininn blár. Sól í heiði og hlýtt. Búsmali í högum.
