Er spekin ein?

Gunnar Hersveinn hugleiðir um spekina í Lesbók gærdagsins. Hann er vinsæll höfundur, langskólagenginn og virtur. Hann segir um spekina, m.a.: „Hún er í kvarsi því harka hennar er talan sjö og hún er rúnum rist.“

Lesa áfram„Er spekin ein?“

Þrjár appelsínur

Auðvitað vildi ég ekki vera slakari en hinir og þess vegna fór ég út í bílinn minn síðdegis og setti í gang, þótt afkoma mín sé þannig þessi misserin að ég á varla fyrir bensíni síðustu vikuna í hverjum mánuði. Eins og svo margir aðrir. Þó er ég hættur að keyra bílinn nema stutta túra tvisvar í viku. En ég vildi ekki vera eftirbátur hinna.

Lesa áfram„Þrjár appelsínur“

Læknislyfið ást II

Félagsfælni og kvíði eru rædd í 24 stundum í morgun. Þar kemur fram að margir þjást af þeim sálrænu erfiðleikum. Í bók Jamison, Í RÓTI HUGANS, sem ég vakti athygli á í pistli í gær, segir frá baráttu höfundarins við mikil geðheilsuvandamál.

Lesa áfram„Læknislyfið ást II“

Læknislyfið ást

Eftir kaffið við Horngluggann, lestur blaða dagsins og skimun um BloggGáttina eftir einhverju sem skiptir máli, náði ég mér í klút og þurrkaði af nokkrum uppáhaldsbókum mínum. Þar varð á vegi mínum sú ágæta játningafrásaga, Í RÓTI HUGANS, eftir Kay Redfield Jamison. Hún hefur undirtitilinn: Saga af æði og örvæntingu.

Lesa áfram„Læknislyfið ást“

Nýja vorið er á leiðinni

Hún kom við hjá okkur um helgina, fjölskyldan frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Ólafur bóndi sagðist hafa séð tvær álftir fljúga fram til heiða, fyrri hluta dags, föstudaginn langa. Það er vorboði, sagði hann, enda dagurinn einn af þeim fegurstu um langt skeið. Heiðskír himinn, sól og logn og stilla allan daginn. Við ræddum vorið m.a. og vonina sem vorinu fylgir um „betri tíð og blóm í haga“ eins og skáldið kvað.

Lesa áfram„Nýja vorið er á leiðinni“