Gunnar Hersveinn hugleiðir um spekina í Lesbók gærdagsins. Hann er vinsæll höfundur, langskólagenginn og virtur. Hann segir um spekina, m.a.: „Hún er í kvarsi því harka hennar er talan sjö og hún er rúnum rist.“
Hefur þú sparkað í Hannes?
Það er með talsverðum ólíkindum að fylgjast með því hvað margir sparka í Hannes. Og nokkuð víst að þar er fólk sem aldrei hefur gert mistök. Það vekur spurningu.
Þota eða Trabant eða Þrúða
Ekkert skil ég í fólki sem æsir sig og hneykslast á því að æðstu menn landsins leigi einkaþotu til að fara á þennan Natófund hinu megin við hafið. Og komi heim eins fljótt og kostur er og treysti taumana.
Þrjár appelsínur
Auðvitað vildi ég ekki vera slakari en hinir og þess vegna fór ég út í bílinn minn síðdegis og setti í gang, þótt afkoma mín sé þannig þessi misserin að ég á varla fyrir bensíni síðustu vikuna í hverjum mánuði. Eins og svo margir aðrir. Þó er ég hættur að keyra bílinn nema stutta túra tvisvar í viku. En ég vildi ekki vera eftirbátur hinna.
Beinagrindin blöffaði mig
Það eru liðnar sjö vikur síðan skorið var í bakið á Beinagrindinni. Ég fylgdi henni upp á Borgarspítala í gær í endurkomu til læknisins sem skar og boraði og hjó og raspaði í hryggjarliðina á henni. Hún kveið svolítið fyrir viðtalinu við lækninn án þess að hún vissi fyrir víst af hverju.
Mikill jafnaðarmaður
„Hún var alþýðuflokksmaður alla tíð, ekki ákafamanneskja í pólitík, en mikill jafnaðarmaður.“ Þannig kemst sonur látinnar sómakonu að orði, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þetta er falleg umsögn.
Brúðguminn í Flatey
Kvikmyndin er skemmtileg. En hún á ekkert sameiginlegt með Ívanov nema leikarana og leikstjórann. Ég hafði dregið það í lengstu lög að sjá myndina. Allir töluðu um að hún væri einskonar Tsjekhov. Hún er það ekki.
Læknislyfið ást II
Félagsfælni og kvíði eru rædd í 24 stundum í morgun. Þar kemur fram að margir þjást af þeim sálrænu erfiðleikum. Í bók Jamison, Í RÓTI HUGANS, sem ég vakti athygli á í pistli í gær, segir frá baráttu höfundarins við mikil geðheilsuvandamál.
Læknislyfið ást
Eftir kaffið við Horngluggann, lestur blaða dagsins og skimun um BloggGáttina eftir einhverju sem skiptir máli, náði ég mér í klút og þurrkaði af nokkrum uppáhaldsbókum mínum. Þar varð á vegi mínum sú ágæta játningafrásaga, Í RÓTI HUGANS, eftir Kay Redfield Jamison. Hún hefur undirtitilinn: Saga af æði og örvæntingu.
Nýja vorið er á leiðinni
Hún kom við hjá okkur um helgina, fjölskyldan frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Ólafur bóndi sagðist hafa séð tvær álftir fljúga fram til heiða, fyrri hluta dags, föstudaginn langa. Það er vorboði, sagði hann, enda dagurinn einn af þeim fegurstu um langt skeið. Heiðskír himinn, sól og logn og stilla allan daginn. Við ræddum vorið m.a. og vonina sem vorinu fylgir um „betri tíð og blóm í haga“ eins og skáldið kvað.
