Með harðsperrur í heilanum

Ekki færri en þrjátíu og fimm stórmenni íslenskra bókmennta hafa tekið völdin í lestrarástunduninni síðustu dægrin. Hjá mér og Beinagrindinni. Eru nöfn sumra þeirra svo svakalega stór í huga manns að það er með talsverðu hiki að maður leggur í lesa greinar þeirra, staddur einn í húsi með beinagrind sem hefur hingað til ekki tileinkað sér bókmenntir að neinu viti.

Lesa áfram„Með harðsperrur í heilanum“

Leitin

Veistu hvað ég hef leitað lengi? Nei. Veistu að hverju ég hef leitað svona lengi? Nei. Veistu hvað það er að leita? Það brennur á. Það brennur á og kemur alltaf aftur og aftur. En ef þú vilt vera með í hópnum þá lætur þú eins og þú hafir fundið það. Það, sem þú veist ekki einu sinni hvort þú varst að leita að. Eða hvort þú yfir höfuð varst að leita.

Lesa áfram„Leitin“

Beinagrindin skellihló

Klukkan núll sex núll núll. Ásta helti á kaffi á meðan ég sótti blöðin niður í anddyri. Við höfum legið í þeim síðan. Þau eru auðvitað lík sjálfum sér. En Lesbókin lofar góðu. Þar er fullt efni sem gleður hjarta mitt. Enda komst ég að því rétt áðan að ég hafði tekið morgunlyfin mín til, en gleymt að innbyrða þau. Ég ætla að treina mér Lesbókina.

Lesa áfram„Beinagrindin skellihló“

Sáðmenn í sjö bindum

Var að horfa á Kiljuna fyrir stundu. Það var skemmtilegur þáttur. Fjallað var um Steinar Sigurjónsson á flottan hátt. Hrós. Við Steinar áttum sjö eða átta bráðskemmtileg samtöl fáum árum fyrir andlát hans. Ræddum við bókmenntir, heimspeki og trúmál. Það var ákaflega skemmtilegt að ræða við hann. Við náðum vel saman og leið vel í samtölunum sem sum urðu verulega lengri en lagt var upp með.

Lesa áfram„Sáðmenn í sjö bindum“

Langir skuggar háhýsanna

„Engin fátækt á Íslandi. “ Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með umræðunni um fátækt á Íslandi undanfarin ár. Og sérdeilis hverjir það eru sem staðhæft hafa að engin fátækt sé þar og í mesta lagi alls ekki meiri en í viðmiðunarlöndunum. Það eru vinir valdstjórnanna sem þannig tala. Fólk sem hefur allt af öllu í skjóli við valdsherranna og launa fyrir sig með rangfærslum.

Lesa áfram„Langir skuggar háhýsanna“