Við gengum niður stigann. Þá tóku við allskyns lampa og skerma og dósa og kodda og ramma og mynda og gardína og ég veit hvað, deildir. Það var mikill erill. Fjöldi fólks að ganga saman og hafa gaman og sumir með fullar kerrur, aðrir með stóra gula IKEA-poka á öxlinni fulla af dóti. Þarna voru hjón eða par með tvær kerrur, báðar svo hlaðnar að út af stóð.
Það er svo gaman að ganga saman
Við fórum í þessa gönguferð í fyrradag, laugardag. Veðrið var milt og stillt. Nema í veðurspánum. Þar gekk á ýmsu. Mikil bílaumferð var á öllum vegum og götum og hvert einasta stæði við verslanahallirnar teppt. Allir að kaupa. Kaupa, kaupa, kaupa.
Eftir Silfur dagsins
Ekki trúi ég því að úrslit kosninga yrðu neitt í líkingu við skoðanakannanir dagsins. Fremur held ég að uppsveifla VG stafi af þörf fólks til að sýna andúð á Sjálfstæðisflokknum. Þá held ég að Samfylkingin skori hátt vegna Jóhönnu Sigurðardóttur sem ein virðist alltaf muna eftir þeim sem erfiðast eiga í baráttunni við að komast af. Hún sker sig úr.
Dauðar sálir á Alþingi
Rússneski rithöfundurinn Nikolaj Gogol skrifaði bók um dauðar sálir. Hún segir frá bóndanum Pivínskí sem safnaði dauðum sálum, það er að segja, nöfnum látinna manna sem ekki höfðu verið strikuð út af endurskoðunarlistanum, andlát þeirra ekki verið tilkynnt yfirvöldum.
Ísland – Írland 3 : 0
Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í fótboltanum í kvöld. Það var spennandi að fylgjast með þeim leika. Ákveðnar, fljótar og beinskeyttar sóttu þær af krafti allan leikinn. Verðskulduðu sigurinn vissulega. En það er eitt sem fer í taugarnar á mér:
Snúðu í austur og snúðu í vestur
Snúðu í austur og snúðu í vestur og bentu á þann sem að þér þykir bestur. Þessi leikur kom í hugann um hádegið þegar Ingibjörg Sólrún sagði í fréttum RÚV að stýrisvaxtahækkunin væri ekki skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Ljóðakeppni – sjö orð úr grunnskóla
Vissulega eftirminnilegur dagur
Við fórum til að helga okkur endurminningum, tvö saman, hjónin. Og til að halda upp á tímamót. Fórum upp í Borgarfjörð í litla kofann sem við höfum verið að tjasla saman síðastliðin fimm ár. Þar er okkar griðastaður. Heitir Litlatré.
Alþingiskosningar í vor?
Á nokkrum stöðum hefur verið nefnt að hugsanlega yrði kosið fljótlega til Alþingis. Í fyrstu lét ég þetta sem vind um eyrun þjóta. Næst hugsaði ég setningarnar yfir. Í þriðja sinn staldraði ég við og spurði sjálfan mig: Hvað myndir þú kjósa gamli gaur ef svo færi að kosið yrði í vetur eða vor?
Moggi einu sinni enn
Það var með allnokkurri eftirvæntingu sem ég sótti sunnudags Moggann niður í anddyri í gærmorgun. Fyrir tveim vikum hafði verið tilkynnt, – um leið og Morgunblaðið og Fréttablaðið háttuðu ofan í sama rúmið og fjarlægðu 24 stundir af heimilinu,- að verulegar breytingar myndu verða á helgarblaði Moggans.