Ich spreche nicht Deutsch

Þegar ég kom út í morgun í þetta yndislega mjúka veður, þokusúld og stafalogn og húsin í grenndinni dulúðug og trén og tækin á leikvellinum, þá andaði ég að mér þessari blessun sem felst í slíkum morgnum og hélt niðri í mér. Og andvarpaði í einskonar aðdáun, eða hvernig ég á að orða það. Flaug í huga minn titill á bók eftir Francoise Sagan, ,,Dáið þér bRahms“? Hefði því getað sagt við næsta mann, ef það hefði verið nokkur næsti maður: ,,Dáið þér svona morgna?“

Lesa áfram„Ich spreche nicht Deutsch“