Akurhæna með hnetum

Sá á fasbókinni að séra Sigurður Árni Thordarson er í biblíugírnum í matargerð. Það er vel við hæfi. Hann sendi Nönnu Rögnvaldardóttur fyrirspurn um eldum á fuglakjöti.

Það er auðvitað glannalegt af mér, fákænum, að blanda mér í samræður tveggja sérfræðinga, þ.e.a.s. annars í biblíufræðum og hins í matargerð. Leyfi mér samt að skemmta mér við að vísa til 1. Samúelsbókar 26:20 og vona að hafa megi uppskriftina til hliðsjónar.

Akurhæna með hnetum

3 dl. Hvítvín
1,5 dl ólívuolía og 3 msk fuglafita
1 tsk malt koríander
2 msk hunang
5 sjallot laukar eða púrru
1 lárviðarblað
0.7 dl edik
2 tsk timían
Salt eftir smekk
6 akurhænur skipt í fjóra hluta
1 laukur í sneiðum
125 gr möndlur, valhnetur eða pistasíu hnetur eða blanda af öllum
1,5 dl döðlur, apríkósur eða þrúgubrennivín

Blandið saman olíu, víni, kóríander, hunangi, shalottlauk, lárviðarblaði, ediki, timíani og salti. Marinerið kjötið þar í í nokkra klukkutíma. Snúið kjötinu öðru hverju. Þurrkið síðan fuglana, geymið marineringuna.
Brúnið laukinn í feiti. Einnig fuglakjötið. Lækkið síðan hitann og eldið við vægan hita í 20 til 30 mínútur undir loki. Hitið marineringuna í öðru íláti. Steikið hneturnar. Hellið þrúguvíninum yfir fuglana þegar þeir eru orðnir mjúkir. Hellið hnetunum yfir fuglana á diskunum.
Berið fram með ristuðu súrdeigsbrauði, grænu salati og hunangi.

2 svör við “Akurhæna með hnetum”

  1. Þetta er mjög spennandi, takk fyrir ábendinguna. Verð að gefa þér bita einhvern tíma!

  2. Þessi uppskrift „hljómar“ vel! Hefur þú prófað hana?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.