Maður með þrjá innkaupapoka

Allt í einu varð eins og veröldin brjálaðist. Ég var í sakleysi mínu að setja þrjá innkaupapoka í aftursætið á mínum bíl þegar tveir hundar í bíl við hliðina á mínum urðu gjörsamlega trítilvitlausir. Þeir geltu og urruðu og hentust fram og aftur í bílnum og ég gat ekki betur séð en það væri ég sem fór svona í taugarnar á þeim.

Lesa áfram„Maður með þrjá innkaupapoka“