Haustlitir og nýgróður

Liðin helgi, þrátt fyrir norðaustan þræsing, lét í té af örlæti margskonar glaðning bæði fyrir auga og hjarta. Auðvitað nemum við lífið meira og minna með augunum og í gegnum þau þreifar sálin á umhverfinu, tré, runnum og fólki. Og þar sem við gerðum haustlitum helgarinnar svolítil skil í pistli í gær þá er ekki nema sanngjarnt að ræða oturlítið um nýgróður í dag.

Lesa áfram„Haustlitir og nýgróður“

Barnaskírn í kaþólskum sið

Við vorum viðstödd kaþólska barnaskírn í gær. Það var í fyrsta sinn. Athöfnin var öll hin fegursta. Foreldrarnir ljómuðu af ánægju og gleði sem og skírnarvottarnir. Aðrir aðstandendur samglöddust og tóku virkan þátt í söngnum. Séra Jakob Rolland, prestur við Kristskirkju á Landakotstúni, framkvæmdi skírnina sem fram fór í Skálholtsdómkirkju.

Lesa áfram„Barnaskírn í kaþólskum sið“

Pabbi í hundrað ár

Hefði hann lifað hefði hann orðið hundrað ára í dag. Pabbi minn. Hann fæddist 30. mars 1907. En hann lést tiltölulega ungur eða fimmtíu og fjögurra ára. Afmælisdagurinn hans var mér alltaf hátt í minni. Sérlega þegar ég var drengur. Það er af því að þetta var dagurinn hans pabba. Ég man eftir hrifningunni sem fyllti huga minn þegar þessi dagur kom.

Lesa áfram„Pabbi í hundrað ár“

Efnilegur hlaupari

Það er nú þannig með fjölskylduna að þegar kemur að íþróttum og umræðum um þær, þá drögum við okkur oftast í hlé eða reynum að breyta umræðuefninu. Nú aftur á móti gerast þau undur með eitt barnabarn okkar „gamla settsins“, – eins og yngri kynslóðirnar kalla okkur þegar haldið er að við heyrum ekki til – að stúlkukornið, Kristín Lív Jónsdóttir, sem er hálf íslensk og hálf færeysk, hleypur flesta af sér sem hún keppir við.

Lesa áfram„Efnilegur hlaupari“

Ári síðar

Í gær, 21. desember, var eitt ár liðið frá því að séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík, lést. Andlát hans bar óvænt að, hann veiktist skyndilega um morgun þess dags og lést í sjúkrabíl á leið til Reykjavíkur.

Lesa áfram„Ári síðar“