Góðir dagar í sveitinni

Það er ein af guðsgjöfunum, litla húsið okkar Ástu í sveitinni. Við vorum þar um helgina. Fengum stóra helgi. Guðir veðursins deildu út ljúfleika (hef aldrei skilið til fullnustu tal um veðurguði) og allan tímann var stafalogn. Hitastig var allt að fjórar gráður í plús. Það er ekki sjálfgefið á slóðum ,,inn til landsins” eins og Veðurstofa Íslands orðar það. Þá var jörð auð og tiltölulega blítt yfir að líta.

Lesa áfram„Góðir dagar í sveitinni“

Sorgleg tíðindi

Þau sorglegu tíðindi bárust okkur í gærmorgun að bróðir Ástu, séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík, væri á leið á bráðadeild Landspítalans í Reykjavík, meðvitundarlaus eftir hjartaáfall. Stundu síðar kom tilkynning um að hann hefði látist á leiðinni. Ólafur var aðeins 62 ára og því sviplegt andlát hans reiðarslag fyrir fjölskyldu hans, vini og samstarfsfólk. Hann hafði þjónað söfnuðinum í Keflavík í um það bil 30 ár.

Lesa áfram„Sorgleg tíðindi“

Nærvera nærir

Dóttir mín Gunnbjörg bauð mér út í hádegismat í liðinni viku. Það hafa ætíð lifað sérstakir straumar vináttu á milli okkar. Frá fyrstu tíð. Strax nýfædd hjalaði hún við mig á kvöldin. Þegar ég kom heim úr vinnu setti ég hana gjarnan á skrifborðið mitt og sönglaði ofan í hana. Og hún sönglaði á móti. Þannig skröfuðum við tímunum saman. Án orða. Þetta var undir súð í fátæklegu húsnæði í úthverfi.

Lesa áfram„Nærvera nærir“

…og horaða rjúpu étur.

Samveran hlaut nafnið vísnakvöld. Það var í september 2004. Þá leigðu þau sér sumarhús yfir helgi, uppi í Borgarfirði, Kristinn og Harpa, Brynjólfur og Ráðhildur og Gunnbjörg. Sumarhús þetta er skammt þar frá sem hirðingjakofi Ástu og Óla, Litlatré, stendur, og er steinsnar frá bökkum Hvítár. Fyrra kvöldið var setið hjá Ástu og Óla í mat og drykk af þægilegum brögðum og allskyns málefni rædd, bæði í gamni og alvöru og þó heldur meira af alvöru. Enda sumir gestanna langskólagengnir, einn með doktorsgráðu og annar hérum bil og sá þriðji litlu minna.

Lesa áfram„…og horaða rjúpu étur.“

Hvað heitir barnið?

Stundum rekst maður á myndir í gömlum umslögum og smákössum frá foreldrum sínum og öðrum gengnum ættmennum. Nýlega, við skoðun á slíkum komu nokkrar myndir í ljós, myndir sem hafa áður verið dæmdar of illa farnar til þess að hægt væri að lagfæra þær. Ein slík er til umfjöllunar hér.

Lesa áfram„Hvað heitir barnið?“

Útskriftarhátíð

Það var sannkallaður hátíðisdagur hjá yfir fimm hundruð nemendum Kennaraháskóla Íslands og fjölskyldum þeirra, þegar brautskráning frá skólanum fór fram í Haukahúsinu í Hafnarfirði í gær. Mikill mannfjöldi var þar samankominn og salurinn í þessu risastóra húsi þéttsetinn. Eftir setningu hátíðarinnar söng Diddú tvö lög af sinni alkunnu snilld. Síðan flutti rektor skólans, Ólafur Proppé, ávarp.

Lesa áfram„Útskriftarhátíð“

Afar og ömmur Óla Ágústssonar

Það er við hæfi að gera öfum og ömmum nokkur skil. Að sjálfsögðu eiga allir aðgang að Íslendingabók og geta náð sér í fróðleik um forfeðurna þar. En í huga mínum var þetta fólk mér kært og á ég ekki von á að ættfræðibækur eða stofnanir hafi sömu tilfinningu til þeirra. Ég er svo lánsamur að eiga mynd af þeim öllum saman. Smellið á myndina til að stækka hana.

Lesa áfram„Afar og ömmur Óla Ágústssonar“

Það vex eitt blóm

Ýmsir komast þannig að orði um lífsferil sinn að þeir megi muna tímanna tvenna. Er ljóðið um Hrærek konung á Kálfskinni, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, stórkostlegur kveðskapur um örlög tvenn. Þar kemur eftirfarandi ljóðlína fyrir aftur og aftur: „Man ég, man ég tíma tvenna. / Tár úr blindum augum renna.“ Ljóðið er harmaljóð og hrífur lesandann með sér inn í grimm örlög söguhetjunnar.

Lesa áfram„Það vex eitt blóm“