Tungumál stjórnmálanna

Nú höfum við fengið forsmekkinn af kosningaþvaðri í sjónvarpi í tvö kvöld. Allt ber það tal að sama brunni. Stjórnmálamennirnir koma fram fyrir þjóðina ábúðarmiklir og segja frá því hvað þeir ætli að gera margt gott fyrir borgarana og bæta hag þeirra verulega. Og þeir treysta því að áheyrendur séu búnir að gleyma loforðunum sem gefin voru fyrir síðustu kosningar og kosningarnar þar á undan og hafa verið svikin eða frestað.

Lesa áfram„Tungumál stjórnmálanna“

Kyrrlátur morgunn

Á laugardag skenkti veðrið skaplegri brigðum. Kyrrð var yfir uppsveitum Borgarfjarðar, logn, úrkomulaust og umferð svo til engin. Eftir klukkustundar göngu fórum við Ásta mín í skoðunarferð bílandi, eina af þessum sem við förum í oft á ári og rifjum upp gróður, gil og gersemar sem við dvöldum við á æskuárunum.

Lesa áfram„Kyrrlátur morgunn“

Og lífið heldur áfram

Það var gott í sveitinni um helgina. Fylgdumst með úrslitum framhaldsskólanna. Stóðum með MK. Úrslitum réði heppni fremur en færni. Fylgdumst einnig með kosningum í Hafnarfirði. Hefðum kosið með stækkun hefðum við haft kjörgengi þar. Nú væri við hæfi að forsprakkar Sólar í Straumi kæmu með tillögur til bjargar afkomu manna á vestfjörðum. Þar þrengir að.

Lesa áfram„Og lífið heldur áfram“

Þrír kunningjar

Hitti einn þeirra í gær. Það var á biðstofu og brátt kæmi að mér. Þá kom inn maður í biðstofuna, það gustaði af honum. Hann var í víðum frakka dökkum, síðum með belti um sig miðjan. Hann ræskti sig og hóstaði og lét eiginlega eins og hann ætti stærri hlutann í biðstofunni. Þegar hann var farinn úr frakkanum varð mér litið framan í hann og þá brá mér heldur betur í brún.

Lesa áfram„Þrír kunningjar“

Það styttist í kosningar

Stóra breytingin á austurlandi er sú að nú hafa allir atvinnu. Nú á fólk fyrir mat og fötum og menntun barnanna sinna. Einnig híbýlum. Það er mikil blessun fyrir venjulegt fólk að hafa atvinnu og eiga fyrir nauðsynjum. Þessu breytti ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði. Ég man aldrei til þess, hversu hátt sem áhugafólk um mótmæli hrópar á móti virkjunum, að fram kæmu- komi nothæfar tillögur í atvinnu- og afkomumálum austfirðinga.

Lesa áfram„Það styttist í kosningar“

Eina ferðina enn

Stundum, þegar ég heyri nýja kandidata stjórnmálaflokkanna hrópa hvað þeir ætla að gera veröldina góða fyrir okkur hin, rifjast upp fyrir mér örlög nýrra kandidata stóran hluta síðustu aldar. Aftur og aftur gerðist það. Sama sagan. Allir höfðu þeir töfrasprota á lofti, stóryrði og tár í augunum, af ákafa og einlægum hetjumóði. Svo náðu sumir þeirra kosningu og hvað þá?

Lesa áfram„Eina ferðina enn“

Bankadagur

Aðalerindi erindi gærdagsins var að fara í banka og kaupa fáein sterlingspund. Ásta mín á afmæli í vikulok og vill snæða kvöldmat í Edinborg á afmælisdegi sínum. Það er dásamlegt að vera maki slíkrar rausnarkonu. Og þar sem ég hef yfirleitt of fátt fyrir stafni varð að samkomulagi að ég annaðist gjaldeyrisviðskiptin. Sem ég gerði af miklum fúsleik.

Lesa áfram„Bankadagur“

60 krónur á þúsund-kallinn

Það er ávinningurinn af vaskbreytingunni. Ætli það breyti miklu fyrir fólk? Hvernig umgangast Íslendingar 60 krónur? Stundum þegar ég sá ungar mæður keyra tvær kúffullar innkaupakerrur að kassa í Bónus þá rifjaði ég upp tilveru okkar Ástu minnar fyrir mörgum árum síðan. Við vorum átta í heimili. Átta til tíu innkaupapokar í viku. Dagvinnulaunin mín fóru alfarið í húsaleigu. Við keyptum mat fyrir yfirvinnulaunin. Stundum var engin yfirvinna.

Lesa áfram„60 krónur á þúsund-kallinn“