Ég vil syngja – Rod Steward og Sailing

Það var oft þannig, þegar við störfuðum í Samhjálp hvítasunnumanna, að vinsæl lög sem voru á allra vörum fengu mig til að gera trúaða texta og taka með í samkomu. Oft gerðist þetta á síðustu mínútunum fyrir samkomurnar. En það var segin saga að þegar textinn var kynntur og fólk heyrði að það kunni lagið þá tók það undir af mikilli gleði og þvílíku afli að við lá að þakið lyftist.

Lesa áfram„Ég vil syngja – Rod Steward og Sailing“

Hvað táknar jatan?

Skötuveislan í gær fór eins vel og best varð á kosið. Fólk dreif að um eittleytið og fljótlega hófst veislan. Skatan var vel kæst, kartöflurnar góðar og tólgin príma. Sama má segja um þrumarann. Magnþrunginn þögn lagðist yfir borðstofuna þegar fyrsta umferð var snædd.

Lesa áfram„Hvað táknar jatan?“

Með tárvotum augum

Þetta er dagur tilhlökkunar. Hann er dagur heilags Þorláks. Tilhlökkunin felst þó í skötuveislu. Fyrsta hamingjubylgjan fólst í að undirbúa skötuna, snyrta hana og skera til. Lyktin er enn á höndunum þótt ég hafi þegar sápuþvegið mér fimm sinnum. Svo tók ég til kartöflur, tólg og rúgbrauð. Bíð nú eftir klukkunni.

Lesa áfram„Með tárvotum augum“

Orð dagsins

Af því að við fyrirlítum hverskonar illgjarnan rógburð, þá erum við þakklát þeim sem ástunda hann fyrir okkur og gera það vel.

Saki (Hector Hugo Munro)

Dagamunur

Þeir hefjast á mismunandi vegu dagarnir í einkalífi manns. Mér leist ekki allskostar á blikuna þegar ég uppgötvaði eftir lýsis inntökuna í morgun að ég hafði sett lýsisflöskuna í uppþvottavélina og skeiðina í kæliskápinn.

Lesa áfram„Dagamunur“

Má spyrja þig að nafni?

Tveir menn sátu saman í járnbrautarlest í Frakklandi. Eldri farþeginn hafði Biblíuna sína opna og las frásöguna af brauðunum fimm og fiskunum tveim. Yngri maðurinn spurði þann eldri, forvitinn: „Fyrirgefðu herra, leyfist mér að spyrja hvort þú trúir þessari sögu, eða ertu bara að lesa hana?“ „Ég trúi henni,“ svaraði sá eldri, „gerir þú það ekki?“

Lesa áfram„Má spyrja þig að nafni?“