Seinni árin var hann kallaður Eyjólfur sundkappi. Áður kölluðum við hann Eyva á þrjátíu og sex. Þrjátíu og sex var vestasta húsið á Fálkagötunni að norðan verðu. Pabbi Eyva var kallaður Jón stálblýjantur okkar á milli. Það kom til af því að þegar honum mislíkaði við okkur strákana þá þóttist hann skrifa okkur upp. Eins og löggan gerði. Nema Jón notaði fimm tommu saum ef annað var ekki við höndina.
Ó, heill og sæll, þú ljúfi sauðaþefur
Það var fremur óþægilegt að sjá í sjónvarpsfréttum í gær, Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, koma á fund samninganefndar verkalýðsfélaganna í húsakynnum sáttasemjara ríkisins, ganga á milli manna og faðma þá og kyssa.
Sumir hafa spádómsgáfu
Það var fyrir hálfu öðru ári að vinirnir Helgi og Hannes sátu á bekknum fyrir framan ávaxtabúðina á Laugaveginum og ræddu málin. Ég vísa hér á samtal þeirra daginn þann:
Stolið frá biskupi Íslands
Mig minnir að það hafi verið daginn fyrir Þorláksmessu að í dyrasímann í anddyrinu kom bláókunnugur maður og spurði eftir mér. Eftir pínulítið hik og stam opnaði ég fyrir honum. Þegar hann svo birtist á sjöundu hæðinni stóð ég og beið eftir að hann segði á sér deili. Hann sagðist vera kominn til að færa mér bókargjöf.
Ríkasta þjóð í heimi. Húrra, húrra, húrra.
Það var svosem fyrirséð að þegar kæmi að því að reyna að bæta hag hinna verst settu þjóðfélagsþegna þá myndu grátkórarnir taka að þjálfa að nýju og reyna að syngja kröfurnar í kaf. Eða kveða þær í kaf. Já, og skjóta þær í kaf ef mögulegt væri. Þetta er eitt af því sem við eldri verkamennirnir höfum hlustað á í meira en hálfa öld, eins og nefnt er í síðasta pistli.
Það er rétt sem kerlingin sagði
Það var svo sem alltaf vitað að Samfylkingin hafði aldrei einlægan áhuga á neinu nema valdi. Og þeir eru svo sem ekki eini stjórnmálaflokkurinn sem fíknin sú hrjáir. Það sést bæði í ríkistjórn og borgarstjórn. Það er nefnilega rétt sem kerlingin sagði, það er sama „rassg…..“ undir þeim öllum. Þetta mun smám saman koma betur í ljós.
Fyrsti pistill 2008 – Orð eru dýr
„Hvað sem öllu líður vil ég biðja menn
að fara varlega með orð
þau geta sprungið
og þó er hitt öllu hættulegra
það getur vöknað í púðrinu.“
Síðasti pistill 2007
Það verður með einföldu sniði kvöldið hjá okkur Ástu minni. Kvenbarnið borðar með okkur eins og undanfarin ár. Síðan fer það á vit félaga sinna og jafnaldra. Við gamla settið erum kvöldsvæf og hlökkum jafnan mest til þess að vakna snemma næsta dag. Það truflar samt nokkuð að fólk í nágrenninu sprengir bombur fram undir morgun. Það er fremur hvimleitt.
Vindkæling í Litlatré – 20°C
Liðna nótt fór frostið niður í sextán gráður. Það bætti úr skák að vindinn lægði niður í 0.4 m/s. Það var heiðskírt, stjörnubjart og birtan af tunglinu sindraði af hjarninu. Undir morgun minnkaði frostið smásaman og vindur jókst að nýju.
Karl og kerling í koti sínu
Það flæðir einskonar unaðshrollur um mig, þegar ég skoða í rólegheitum bækurnar sem okkur bárust um jólin. Flestar komu þær í fallegum jólapökkum frá örlátum gefendum. Aðrar höfðum við sjálf keypt á aðventunni. Allar, að heita má, eiga þær það sameiginlegt að gleðja, lyfta og víkka.