Regn

Á þessum ágætu dögum í sveitinni hefur helst vantað regn. Þannig hefur það verið í uppveitum Borgarfjarðar megnið af júlímánuði. Hitinn allt að tuttugu og tveim gráðum og gjarnan stafalogn. Það telst til tíðinda.

Lesa áfram„Regn“

Undir áhrifum

Um helgina buðum við nokkrum vinum í mat. Það gerist æ sjaldnar. Í þessum hópi voru tvenn hjón ensk og kona frá Hollandi ásamt átta íslendingum. Þetta samsæti var nokkru eftir hádegi á virkum degi. Það er nú svo sem ekkert af þessum málsverði að segja utan það að ég kynnti mig sem kokk dagsins og lýsti aðalréttinum á minni frumstæðu ensku svo:

Lesa áfram„Undir áhrifum“

Á ferð um hérað

Það er nú einhvern veginn svo og sennilega tengt minningum frá æsku, að störf bændanna hrífa ávalt hjartað í gömlum karlinum. Á þessum sérlega blíðu dögum undanfarnar vikur hafa bústólpar slegið og hirt sín tún á undraskömmum tíma. Slegið um kvöld, rúllað, eins og það heitir nú til dags, síðdegis næsta dag og keyrt saman í stæður á þriðja degi.

Lesa áfram„Á ferð um hérað“

Úðaði á höggorminn

Einhvern veginn er maður slakari við bókalestur á björtum dögum eins og þessum sem nú umvefja okkur. Inni í húsi líkar manni miður að vera ekki úti í sólinni og úti við verða blaðsíðurnar of bjartar og þreyta augun. Klukkan sex í morgun var sólin komin á svalirnar hérna á sjöundu. Ég var þar úti og fylgdist með blaðberanum koma með kerruna sína að húsinu.

Lesa áfram„Úðaði á höggorminn“