Í gær var borinn til moldar einstakur öðlingur, Arnbjörn Eiríksson.
Æðrulaus, lítillátur og hógvær mætti hann örlögum sínum þegar hann var greindur með banvænan sjúkdóm og sagði: ,,Ég ætla að vera jákvæður alla leið. Þar til yfir lýkur.“ Og við það stóð hann. Jákvæður og æðrulaus alla leið.