Fötin efla manninn

Það var í Bókasafni Kópavogs um hádegisbil. Ég skilaði bók. Gekk um safnið á eftir og skoðaði í hillur. Kom að mínum ágæta vini Steinbeck, sem ég las af áfergju á árum áður. Þær standa hátt í huga mínum Litli Rauður og Austan Eden. Stóðst ekki mátið og strauk yfir kilina. Bækur sem vekja góðar minningar.

Lesa áfram„Fötin efla manninn“

Fugladansinn

Maður heyrir smellina. Þeir skjótast um. Inn í runna. Upp á þak. Setjast á trjátoppa. Trjágreinar. Sex fugla þrastafjölskylda. Erluhjón með sína fjóira. Þúfutitlingar geysast um loftin. Í flokkum. Leika listir. Þjóta upp. Ofar, ofar. Elta tempó félaganna. Það er allegro og kresendó í tilverunni. Endurtekningar. Fúgur.

Lesa áfram„Fugladansinn“