„Prófsteinn á framfarir er ekki hvort við bætum meira við gnægð þeirra sem mikið eiga heldur hvort við búum nægilega vel í haginn fyrir þá sem eiga lítið.“
Franklin Roosevelt / Lesbók 6. jan.
„Prófsteinn á framfarir er ekki hvort við bætum meira við gnægð þeirra sem mikið eiga heldur hvort við búum nægilega vel í haginn fyrir þá sem eiga lítið.“
Franklin Roosevelt / Lesbók 6. jan.
Þessum var laumað að mér í gær:
Það má eiginlega segja að jólin okkar hafi byrjað á Þorláksmessudag. Þá mættu hér fimmtán fjölskyldumeðlimir skömmu eftir hádegi til að borða skötu. Áður en yfir lauk var hver ögn horfin. Fimm kíló af skötu, tvö af saltfiski, sex kíló kartöflur, tólg og rúgbrauð með smjöri. Það ríkti ákaflega innileg stemning og ástríkið flæddi milli þátttakenda. Sannaðist þar, eitt skipti enn, að kæst skata er mikið vellíðunarlyf.
Var að koma inn af svölunum. Datt í hug að kasta á ykkur kveðju. Óska gleðilegs árs og þakka fyrir heimsóknir á heimasíðuna á liðna árinu. Mér þótti ákaflega vænt um sérhverja þeirra. Finnst þó að fleiri hefðu mátt senda athugasemdir og blanda sér í umræðuna. Athugasemdirnar eru eins og hlýlegt handtak. Svo vinalegar.
Mér hefur fundist af fréttum að með múslímum ríki meira óheft mannhatur en í okkar heimshluta. Lýsi vanþóknun minni á aftöku Saddams Husseins og viðhorfum landa hans til lífs annarra manna.
Að minnsta kosti tvennt, í umræðu dagsins, skil ég ekki. Annað er hvers vegna í ósköpunum ekki er samið við flugumferðarstjóra. Ef í húfi eru tekjur landsins upp á tvo milljarða á ári, – af hverju hefur Geir ekki skipað samgönguráðherra að semja við flugumferðarstjóra?
Hann tók að ræða við mig um stjórnmál. Ég fór strax í vörn. Reyni alltaf að komast hjá því að taka þátt í slíkum umræðum. Þessi gaf sig ekki. Hann þvaðraði út og suður um árangur ríkisstjórnarinnar, hvað hann væri dásamlegur. Ég hlustaði. Lagði ekkert til málanna lengi vel. Fann þó að púlsinn tók þátt. Þar kom að ég stóðst ekki mátið.
Væri ekki umhugsunarvert fyrir Bush, klaufann, að semja við Saddam Hussein um að taka við stjórninni í Irak að nýju? Svo er að heyra, á Kofi Annan sem og ýmsum öðrum þokkalega gefnum mönnum, að ástandið þar sé mun verra núna, undir stjórn Bush, en það var undir stjórn Saddams
Það er ekki oft sem fólk heyrir allsherjar AMEN frá alþingi Íslendinga. Það gerðist þó þegar borin var fram fyrir fáum árum tillagan fræga um eftirlaun alþingismanna. Þá heyrðist þetta risavaxna AAAMEEEN úr öllum hornum. Og atvinnuvinir fátæka fólksins létu ekki sitt eftir liggja og brýndu raustirnar svo að hljómaði um þjóðarheim allan.
Það er svo undarlegt hvað stórar setningar í fjölmiðlum geta verið litlar í eðli sínu og oft óskiljanlegar. Aftur og aftur reyndi ég að skilja hvað Ingibjörg Sólrún var að segja með upphöfnum áherslum á fundi samfylkingarfólks í gær og Sjónvarpið sýndi frá. Í ræðunni segir: