There are three rules for writing the novel.
Unfortunately, no one knows what they are.
W. Somerset Maugham
There are three rules for writing the novel.
Unfortunately, no one knows what they are.
W. Somerset Maugham
Það eru liðnar sjö vikur síðan skorið var í bakið á Beinagrindinni. Ég fylgdi henni upp á Borgarspítala í gær í endurkomu til læknisins sem skar og boraði og hjó og raspaði í hryggjarliðina á henni. Hún kveið svolítið fyrir viðtalinu við lækninn án þess að hún vissi fyrir víst af hverju.
„Hún var alþýðuflokksmaður alla tíð, ekki ákafamanneskja í pólitík, en mikill jafnaðarmaður.“ Þannig kemst sonur látinnar sómakonu að orði, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þetta er falleg umsögn.
Kvikmyndin er skemmtileg. En hún á ekkert sameiginlegt með Ívanov nema leikarana og leikstjórann. Ég hafði dregið það í lengstu lög að sjá myndina. Allir töluðu um að hún væri einskonar Tsjekhov. Hún er það ekki.
Félagsfælni og kvíði eru rædd í 24 stundum í morgun. Þar kemur fram að margir þjást af þeim sálrænu erfiðleikum. Í bók Jamison, Í RÓTI HUGANS, sem ég vakti athygli á í pistli í gær, segir frá baráttu höfundarins við mikil geðheilsuvandamál.
Eftir kaffið við Horngluggann, lestur blaða dagsins og skimun um BloggGáttina eftir einhverju sem skiptir máli, náði ég mér í klút og þurrkaði af nokkrum uppáhaldsbókum mínum. Þar varð á vegi mínum sú ágæta játningafrásaga, Í RÓTI HUGANS, eftir Kay Redfield Jamison. Hún hefur undirtitilinn: Saga af æði og örvæntingu.
Hún kom við hjá okkur um helgina, fjölskyldan frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Ólafur bóndi sagðist hafa séð tvær álftir fljúga fram til heiða, fyrri hluta dags, föstudaginn langa. Það er vorboði, sagði hann, enda dagurinn einn af þeim fegurstu um langt skeið. Heiðskír himinn, sól og logn og stilla allan daginn. Við ræddum vorið m.a. og vonina sem vorinu fylgir um „betri tíð og blóm í haga“ eins og skáldið kvað.
Það er páskadagsmorgun. Dagur gleði í hjörtum kristins fólks. Kristið fólk er það fólk sem trúir á Jesúm Krist og játar trúna. Ritað er að vegir séu tveir. Breiður vegur og mjór vegur. Um mjóa veginn sem liggur til lífsins er sagt að þeir séu fáir sem finna hann. Ekki er við veginn að sakast í þeim efnum.
Það var margt fólk í Hallgrímskirkju á þriðja tímanum í dag þegar við Ásta komum þar við á leiðinni vestur á Landakot til að heimsækja Ingibjörgu frá Hlöðutúni. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju lásu Passíusálma Hallgríms Péturssonar.
Í fermingarveislu Bryndísar Margrétar Audibert í gær kom lítill hópur jafnaldra hennar og söng þrjú lög fyrir veislugesti. Það var ánægjulegt. Fyrsta lagið sem þær sungu var kunnuglegt þótt íslenski textinn væri það ekki.