MAMÚSKA

Mögnuð frásaga af magnaðri lífsgöngu. Hóf lestur hennar tortrygginn. Enda kominn á þann aldur að líka vel við fáar bækur. En byrjunartextinn, fyrstu níu línurnar hrifu mig. Einmitt svona eiga línur að vera. Og þær urðu til þess að ég las bókina hvíldarlítið.

Lesa áfram„MAMÚSKA“

Gamlir menn í biðröð

Líf mitt einfaldast nokkuð hratt þessi árin. Fer sjaldnar og sjaldnar á mannamót. Kannski er fælni um að kenna. Oftar þá verðlagningu aðgöngumiða. Enda er ég eldri borgari og illa liðinn af stjórnvöldum.
Þrátt fyrir einföldunina kemst ég ekki hjá því að mæta hjá læknum. Í kerfisbundnar skoðanir. Og þar hitti ég stundum fólk. Ein slík heimsókn til læknis var í morgun kl. 10:20.

Lesa áfram„Gamlir menn í biðröð“

Verkamaður

Á heimleið vestan af Seltjarnarnesi um tvöleytið í dag, – hvar við höfðum kvatt ung ættmenni sem flytja búferlum til Svíþjóðar með Norrænu í næstu viku, – akandi frá Hirtshals – og ókum Hringbraut, Ásta við stýrið, tók ég eftir manni á gangstéttinni. Hann var klæddur vinnugalla, óhreinum vinnugalla og með litla hliðartösku, svona kaffibrúsa og bitatösku.

Lesa áfram„Verkamaður“