Gullin regla

„Þú skalt elska….” Þannig hefst hið mesta boðorð Gamla testamentisins. „Þú skalt elska…” Það er einnig hið mesta boðorð Nýja testamentisins.. …Guð, og aðra menn eins og sjálfan þig. Þessi yndislega bók, Biblían, gengur út frá því að fólk elski sjálft sig fyrst og síðast. Stóra viðfangsefni þess sé að geta elska fleira en sjálft sig. Í því felist vöxtur og framför.

Lesa áfram„Gullin regla“

Ó, sancta simplicitas!

Það eru fjórar bækur á náttborðinu mínu. Í skjóli heimspekinnar, eftir Pál Skúlason. Stolið frá höfundi stafrófsins, Davíð Oddsson, Lífið framundan, Romain Gary, Náðargáfa Gabríels, Hanif Kureishi, Handan góðs og ills, Friedrich Nietzsche. Gríp í þær undir svefn. Festist sjaldnast við efni þeirra nema hjá Nietzsche. Það er slíkan unað að hafa.

Lesa áfram„Ó, sancta simplicitas!“

Sár þörf fyrir lækni

Hef velt því fyrir mér öðru hverju, í gegnum árin, hvers vegna Prédikarinn höfðaði svo sterkt til mín, af öllum bókum. Og varð fljótlega eins og hlið eða dyr inn á nýjar lendur huga og hugsunar. Lengi vel átti ég erfitt með að skilgreina hvað það var sem leyndist í textanum og hafði þessi áhrif á mig. En með árunum hefur þetta smámsaman orðið ljósara. Nú sýnist mér að sorgin í hjarta höfundarins hafi hljómað í líkum moll og mín. Sorg yfir fánýti, vonbrigðum og hégóma.

Lesa áfram„Sár þörf fyrir lækni“

Eftirsókn eftir vindi

Vangavelta um þessi orð kemur til hugar þegar lesið er upphafið að Prédikaranum í Biblíunni. Bók sem af mörgum er talin heiðin og full af bölsýni og líkt við orðræðu heimspekings þar sem íhugunarefnið er hversu lífið er stutt, mótsagnakennt og fánýtt. Niðurstaða höfundanna er, eftir að hafa rannsakað og kynnt sér „…allt það, er gjörist undir himninum… …og sjá; Allt var hégómi og eftirsókn eftir vindi.”

Lesa áfram„Eftirsókn eftir vindi“

Er Guð dauður?

Það varð uppi fótur og fit um árið þegar Nietzsche, hinn misvel þokkaði heimspekingur, staðhæfði að Guð væri dauður. Fyrst þegar þessi staðhæfing barst mér til eyrna, það var löngu áður en trúarsvæði sálar minnar virkjuðust, glotti ég kaldhæðnislega og þótti þessi rauðvínsmaður djarfur og ögrandi.

Lesa áfram„Er Guð dauður?“

Mask

Kona nokkur missti rauða ávaxtaskál á gólfið og brotnaði hún í mask. Sópaði konan brotunum saman og henti þeim í ruslakörfuna. Klukkustund síðar kom hún að dóttur sinni, lítilli, þar sem hún sat og raðaði brotunum og límdi þau á pappaspjald. Síðan tók hún grænan lit og teiknaði allskyns stilka og lauf á milli þeirra brotanna og myndaði þannig hinn fallegasta blómavönd. Þegar konan sá hvað dóttirin hafði gert úr brotunum talaði það til hennar. Hún hafði eingöngu séð ónýtt rusl en dóttir hennar fjársjóð.

Lesa áfram„Mask“

…ég hef sussað á sál mína

Davíð, sálmaskáld Biblíunnar, mátti sjá tímana tvenna. Já og þrenna, ef ekki miklu fleirri. Vegferð hans lá upp á við og niður á við, til skiptis, eins og gengur hjá flestu fólki. Stundum var hann í hávegum hafður, í önnur skipti hundeltur. Þá átti hann sín siðaumvöndurnartímabil og einnig syndafalla. Og í slíkum umhleypingum andans skiptast á tímar stórlætis, drambs og sjálfsánægju á móti tímum iðrunar og auðmýktar. En þannig er nú einu sinni líf mannanna.

Lesa áfram„…ég hef sussað á sál mína“