Guðshús á drottinsdegi

„Mig langar í messu,“ sagði ég við Ástu. „Til er ég,“ svaraði hún að bragði. Fyrir valinu varð Hallgrímskirkja. Svo ókum við í veðurblíðunni eins og leið liggur úr Kópavogi. Ásta við stýrið. Umferðin var í lágmarki. Sem von er. Það er verslunarmannahelgi. Og stafalogn á Skólavörðuhæð.

Lesa áfram„Guðshús á drottinsdegi“

Vorilmur á páskadag

Konurnar komu að gröfinni. Hún var tóm. Þetta var á þriðja degi. Sá fyrsti var föstudagur, aðfangadagur hvíldardags. Annar dagur var laugardagur. Hann var hvíldardagur. Þá hélt fólk kyrru fyrir. Þriðji dagur var sunnudagur. Fyrsti dagur nýrrar viku. Konurnar komu að gröfinni eldsnemma. Gröfin var tóm.

Lesa áfram„Vorilmur á páskadag“

Dagar mikillar alvöru

Framundan eru heilagir dagar. Mismunandi er hvað fólk veit um trúarlegt innihald þeirra. Það er miður. Ég minnist spurningaþáttar sem Pétur Pétursson þulur hafði í útvarpi fyrir margt löngu. Þátturinn var sendur út um páska. Pétur spurði fólk hvort það vissi um þýðingu bænadagana, skírdags, föstudagsins langa og síðan páskadags. Flestir götuðu.

Lesa áfram„Dagar mikillar alvöru“

Plurimarum palmarum homo

Við mættum í Árbæjarkirkju klukkan liðlega tíu í gærmorgun. Hún var þéttsetin. Fermingarguðsþjónusta fór í hönd. Um fjörutíu börn voru mætt til að staðfesta ákvörðun sína um að gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Börnin voru falleg, vel klædd og vel greidd.

Lesa áfram„Plurimarum palmarum homo“

Fæðing frelsara – gleðileg jól

Ekki eru jólin öllu fólki hátíð. Enda líklegt að fólk hafi mismunandi skoðun á því hvað þurfi til svo að hátíð teljist. Þessi árin virðist sem færri leiti inn í huga sinn og hjarta að hátíð. Tímarnir hafa og mótast af mikilli veraldarhyggju. Flest gildi metin eftir markmiðum Mammons og sálmar tileinkaðir honum. Lítið hald virðist í þeirri trúarstefnu þessa dagana.

Lesa áfram„Fæðing frelsara – gleðileg jól“

Glæsileg Glíma

Út er kominn 5. árgangur tímaritsins Glímunnar. Glíman er óháð tímarit um guðfræði og samfélag. Efni þessa heftis er, eins og segir í ritstjórnarpistli: Fimmti árgangur Glímunnar 2008 einkennist einkum af umfjöllun um hina nýju íslensku biblíuþýðingu (Heilaga ritningu! Innskot pistilshöfundar) sem kom út í fyrra.

Lesa áfram„Glæsileg Glíma“

Orð sem rætast

Það er páskadagsmorgun. Dagur gleði í hjörtum kristins fólks. Kristið fólk er það fólk sem trúir á Jesúm Krist og játar trúna. Ritað er að vegir séu tveir. Breiður vegur og mjór vegur. Um mjóa veginn sem liggur til lífsins er sagt að þeir séu fáir sem finna hann. Ekki er við veginn að sakast í þeim efnum.

Lesa áfram„Orð sem rætast“

Sveitamaður úr norðurhéruðunum

Oft hef ég sagt að Biblían sé blessuð bók. Það mun ég og gera á meðan andinn heldur hús í líkama mínum. Og af hverju segi ég aftur og aftur að Biblían sé blessuð bók? Það er af því að hún er bókin sem sagði og segir mér af Kristi Jesú. Sveitamanninum frá Galíleu. Manninum sem helgaði líf sitt smáðu fólki, krömdu fólki og mállausu og gerðist eilífur talsmaður þess.

Lesa áfram„Sveitamaður úr norðurhéruðunum“