Fossinn sem kitlar klappirnar

Fjórar myndir frá heimferð í helgarlok

Eins og fram kemur í síðasta pistli þá var liðin helgi mörgum öðrum helgum fremri, hvað varðar þau ótal atriði sem þarf til til að gleðja sál og anda í einföldum hjörtum. En heimferðin varð ekki síðri en dagarnir í Borgarfirði. Við ákváðum að breyta út af venju og aka Dragann og Hvalfjörð á þessum ljúfa haustdegi.

Lesa áfram„Fossinn sem kitlar klappirnar“

Eins og konur hnoða deig

Þetta varð innihelgi. Hún átti samt ekki að verða það. En norðan þræsingurinn var stífur. Tólf til sextán norðaustan. Hitinn plús fimm. Þá er gott að hafa góðar bækur. Ásta las Jón Kalman, sjálfur er ég svo heppin að eiga The Norton Anthology of Amerikan Literature. Hún er gersemi. Lýkur aldrei. Enda nítján hundruð fimmtíu og fimm blaðsíður.

Lesa áfram„Eins og konur hnoða deig“

Þegar þrengir að

Þokan lá yfir bænum í morgun. Það sást ekki á milli húsa. Ásta var farin í vinnu. Þokan var dimm og lagðist á svalirnar meira að segja, og svo kom hún í sálina. Það varð dimmt bæði úti og inni. Og þröngt. Hvað er þá til ráða fyrir menn sem eiga hvorki hnakk né hest til að fylgja hvatningu Einars Ben?: „…og hleyptu burt undir loftsins þök.“

Lesa áfram„Þegar þrengir að“

Gamlir menn á tæknitímum

Það er sagt að þeir sem bestum árangri nái í hinum ýmsu tækninýjungum sem stöðugt eru í þróun og mikilli framför, séu þeir sem byrja nógu ungir að ástunda og tileinka sér tæknina. Sem dæmi er gjarnan vitnað í færni í meðferð tölva og allra þeirra margslungnu forrita sem þeim fylgja. Svona niðurstöður eru ekki sérlega uppörvandi fyrir eldri borgara enda hafa ýmsir þeirra reynslu af höfuðverk sem yfirtekur tilveru þeirra þegar glímt er við hin einföldustu forrit.

Lesa áfram„Gamlir menn á tæknitímum“

Skuggaföll. Ljósmyndasýning

Mannaði mig upp um hádegið, þrátt fyrir streymandi sólargeisla á svölunum, minnugur orða fisksalans í Skipholtinu um árið. Hann er svona fremur lágvaxinn maður, þybbinn, ber höfuðið hátt og hefur hvella rödd. Hann sagði, eftir að hafa rétt mér pokann með fiskinum; „…og þú ert fluttur í nýja íbúð?“ „Já, já.“ „Í blokk í Kópavogi?“ „Já.“ „Og allt alveg svakalega flott og notalegt?“ „Já.“ „Svo svakalega flott að þú ert hættur að nenna að fara út úr húsi.“ „Já, það er þannig.“

Lesa áfram„Skuggaföll. Ljósmyndasýning“

Vinátta á mynd

Við fórum í gær, við Ásta, á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands eins og við höfum gert mörg undanfarin ár. Þetta er mikil sýning. Ótal myndir af miklum atburðum, flestar stórar og margar í sterkum og hörðum litum. Þarna eru grátlegar myndir, svolítið fyndnar myndir, myndir af íþróttum og flest öllu þar á milli.

Lesa áfram„Vinátta á mynd“