Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni

Töfrar. Það er ekki einfalt að lýsa áhrifunum sem landslag kallar fram í hjarta manns þegar fegurst er á okkar blessaða landi. Töfrar. Líklega er það heppilegasta orðið til að segja frá og tjá. Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni. Yndislegur lengsti dagur ársins. Ég deili með ykkur fjórum brotum: Smellið á myndirnar og sjáið stærri gerðina

Lesa áfram„Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni“

Klukkustund í Kringlunni

Í morgun fór ég í Kringluna. Átti tvö erindi. Það fyrra var að skoða ljósmyndasýningu Blaðamannafélagsins. Mesta ánægju hafði ég af elstu svarthvítu myndunum. Þær eru þarna. Frábærar myndir. Síðara erindið var að kaupa það sem mig vantaði til að gera góða fiskisúpu.

Lesa áfram„Klukkustund í Kringlunni“