Við litum til baka

Orðalag getur verið vandmeðfarið. Þannig hefur það ólíka þýðingu í mismunandi hópum fólks. Þannig er til dæmis með skugga. Á Íslandi er skuggi stundum neikvætt hugtak. Lýsir svæði eða stað þar sem birtan nær ekki til. Sólar nýtur ekki. Þar er og minni hlýja. Menn færa sig því úr skugganum þangað sem sólin skín. Í heitu landi er skugginn hlíf fyrir sólarhitanum. Menn færa sig inn í skuggann til að flýja hitann.

Lesa áfram„Við litum til baka“

Hún á afmæli

Litla stúlkan hans pabba síns á afmæli í dag. Gunnbjörg. Fyrir fjörutíu árum kom hún í heiminn. Eins og ljós. Hjalandi og malandi. Tók að syngja þegar á þriðja degi. Hefur sungið stöðugt síðan. Og glatt fólk og yljað því.

Lesa áfram„Hún á afmæli“

Heitir þú Bíbí?

Við komum inn í gróðurstöðina Borg í Hveragerði. Spjölluðum við starfsmann um plöntur. Maðurinn var sérlega þægilegur og talaði við okkur eins og við spyrðum af viti. Ásta spurði um stjúpur. Hvað þyrfti margar og hvað verðið væri. Það var þá sem ég kom auga á konuna. Hún var að skoða sig um. Tveir karlmenn fylgdu henni. Og hundur. Hann var í bandi. Karlarnir gátu hafa verið maki og sonur.

Lesa áfram„Heitir þú Bíbí?“