Jam Session

Við gengum niður eftir strætinu. Komum að lítilli auglýsingu í glerskáp. Það var jam session. Við litum inn af rælni. Fremur lítill salur. Talsvert af fólki og hljómsveit að koma sér fyrir á palli. Meðlimir hljómsveitarinnar í sínum daglegu jakkafötum, fólk um fertugt, fimmtugt, hversdagslegt og tilgerðarlaust. Þau stilltu hljóðfærin. Stemningin vafðist um okkur og við tókum sæti. Setið var við flest borð. Sumir, heimamenn, nikkuðu til okkar. Meðalaldur yfir fimmtugu. Kannski voru allir heimamenn.

Lesa áfram„Jam Session“

Snittubrauð

Það er sáraeinfalt erindi að fara í bakarí. Það vita flestir. Ég hafði áætlað að elda súpu með humri sem okkur var gefin. Og fór í bakarí til að kaupa snittubrauð. Þar var ös. Í biðröðinni skimaði ég um. Kaffihorn er þarna og sátu þar tíu karlar við borð og ræddu málin. Ábúðarmiklir menn. Flestir yngri en ég

Lesa áfram„Snittubrauð“

Þrjú þúsund bílastæði

Alla ævi hafði ég þekkt hann, svo til. Alveg frá því að við ókum saltfiski til kvennanna sem vöskuðu hann. Það var vestur á Harðræðisholti, minnir að verkunarhúsið héti Baldursheimar. Þarna lærðum við grófan orðaforða af eldri konunum. Þær voru gegnblautar með hvítar gúmmí svuntur og gusugangurinn mikill. Í dagslok voru þær uppgefnar og þöglar. Kjöguðu eins og þústir heim á leið í slyddu og slubbi. Við höfðum samúð með þeim.

Lesa áfram„Þrjú þúsund bílastæði“

Ich spreche nicht Deutsch

Þegar ég kom út í morgun í þetta yndislega mjúka veður, þokusúld og stafalogn og húsin í grenndinni dulúðug og trén og tækin á leikvellinum, þá andaði ég að mér þessari blessun sem felst í slíkum morgnum og hélt niðri í mér. Og andvarpaði í einskonar aðdáun, eða hvernig ég á að orða það. Flaug í huga minn titill á bók eftir Francoise Sagan, ,,Dáið þér bRahms“? Hefði því getað sagt við næsta mann, ef það hefði verið nokkur næsti maður: ,,Dáið þér svona morgna?“

Lesa áfram„Ich spreche nicht Deutsch“

Réttlátt samfélag

Innkoma Sönnu hefir vakið athygli. Höfnum hennar á þátttöku í meirihluta vekur einnig athygli. Ástæðan sem hún gefur upp snýr að því að þurfa ekki að láta af stefnumálum sínum. Mér líst heldur vel á það. Venjan hefur verið sú að allir sem eiga þess kost að fá völd hafa verið reiðubúnir að láta sál sína og markmið í skiptum fyrir völd. Sorgarsaga VG er klárt dæmi.

Lesa áfram„Réttlátt samfélag“

Hver fer afsíðis einn

Ætlaði að taka Walt Whitman með mér en kom ekki auga á hann. Greip því Ljóðaþýðingar Yngva Jóhannessonar. Hún er þægleg, fer vel í vasa og vel í rúmi. Og þegar ég var lagstur og biðin hafin tók ég bókina og tók að lesa. Það var yndislegt. Þarna er hvert stórmennið á fætur öðru.
,,Gat nokkur lífið tekið réttum tökum?“ Þannig hefst sonnetta eftir Platen.

Lesa áfram„Hver fer afsíðis einn“

Og þar með var það útrætt

Í sjónvarpsfréttum í gær var sagt frá því og sýnt hvernig verið er að breyta kvennaskólanum í Varmalandi í Borgarfirði í hótel. Rifjaðist þá upp fyrir mér vorið 1948. Ég var ellefu ára sumarstrákur á Svarfhóli í Stafholtstungum. Þetta var fyrsta sumarið sem ég var fjarri fjölskyldu og vinum. Hafði á sumrum verið í hlýju umhverfi afa og ömmu á Kirkjulæk í Fljótshlíð og móðursystur minnar Ingileifu í Kollabæ í sömu sveit.

Lesa áfram„Og þar með var það útrætt“