Jam Session

Við gengum niður eftir strætinu. Komum að lítilli auglýsingu í glerskáp. Það var jam session. Við litum inn af rælni. Fremur lítill salur. Talsvert af fólki og hljómsveit að koma sér fyrir á palli. Meðlimir hljómsveitarinnar í sínum daglegu jakkafötum, fólk um fertugt, fimmtugt, hversdagslegt og tilgerðarlaust. Þau stilltu hljóðfærin. Stemningin vafðist um okkur og við tókum sæti. Setið var við flest borð. Sumir, heimamenn, nikkuðu til okkar. Meðalaldur yfir fimmtugu. Kannski voru allir heimamenn.

Lesa áfram„Jam Session“

Snittubrauð

Það er sáraeinfalt erindi að fara í bakarí. Það vita flestir. Ég hafði áætlað að elda súpu með humri sem okkur var gefin. Og fór í bakarí til að kaupa snittubrauð. Þar var ös. Í biðröðinni skimaði ég um. Kaffihorn er þarna og sátu þar tíu karlar við borð og ræddu málin. Ábúðarmiklir menn. Flestir yngri en ég

Lesa áfram„Snittubrauð“

Þrjú þúsund bílastæði

Alla ævi hafði ég þekkt hann, svo til. Alveg frá því að við ókum saltfiski til kvennanna sem vöskuðu hann. Það var vestur á Harðræðisholti, minnir að verkunarhúsið héti Baldursheimar. Þarna lærðum við grófan orðaforða af eldri konunum. Þær voru gegnblautar með hvítar gúmmí svuntur og gusugangurinn mikill. Í dagslok voru þær uppgefnar og þöglar. Kjöguðu eins og þústir heim á leið í slyddu og slubbi. Við höfðum samúð með þeim.

Lesa áfram„Þrjú þúsund bílastæði“