Réttlátt samfélag

Innkoma Sönnu hefir vakið athygli. Höfnum hennar á þátttöku í meirihluta vekur einnig athygli. Ástæðan sem hún gefur upp snýr að því að þurfa ekki að láta af stefnumálum sínum. Mér líst heldur vel á það. Venjan hefur verið sú að allir sem eiga þess kost að fá völd hafa verið reiðubúnir að láta sál sína og markmið í skiptum fyrir völd. Sorgarsaga VG er klárt dæmi.

Bók Vilhjálms Árnasonar, prófessors, Farsælt líf, réttlátt samfélag, 2008, Hefur verið mér ánægjulestur. Það vekur vonir í brjósti verkamanns að sjá hugtök eins og „réttlátt samfélag“ í þjóð eins og okkar, þar sem óréttlætið hefur vaxið hömlulaust undanfarin ár. Dæmin eru öllum kunn.

Þess vegna líst mér heldur vel á ákvörðun Sönnu og hlakka til að fylgjast með henni. Vonandi mun þrefeldni stjórnmálanna ekki ná að eyðileggja hana. En þannig hefur farið fyrir allt of mörgum.
Því miður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.