Á Menningarnótt

„Hvílíka raust hóf ég til þín, Guð minn, er ég las sálma Davíðs, trúarljóðin, söngvana guðlegu, sem hvergi rúma drembinn anda!

Ég var óreyndur í sannri elsku þinni, trúnemi einn, hafði leitað næðis í sveit með öðrum trúnema, Alypíusi, og móðir mín var hjá okkur, kvenleg í háttsemi, karlmannleg í trú, með rósemi hinnar öldruðu konu, móðurlegum kærleik, kristinni guðrækni. Hversu lyfti ég rómi til þín í þessum sálmum og hversu glæddu þeir hug minn til þín og kveiktu mér brennandi þrá að flytja þá gjörvöllum heimi, ef unnt væri mér, gegn hroka mannkyns. Reyndar eru þeir sungnir um gjörvallan heim og enginn er sá, er dyljast megi fyrir geislaglóð þinni.“

Ágústínus. Játningar. IX bók.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.