Spörfuglar

Í gær í sveitinni.
Veður var eins og haustveður geta orðið best.
Dularfull hula hátt í lofti.
Stafalogn.
Lyktin af haustinu yfir og allt um kring.

Við höfðum lokið við að ganga frá fyrir veturinn.
Vorum ferðbúin.
Stöldruðum við á pallinum.
Vottaði fyrir trega.

Allt í einu kom hópur skógarþrasta aðvífandi.
Þeir þutu um.
Settust á hálfnaktar greinar birkihríslnanna.
Ég reyndi að telja.
Þeir eru 21, sagði Ásta.

Tuttugu og einn.
Jóhannes þrumusonur skrifaði bókrollu.
Tuttugu og einn kafla.
Það er heilög tala.
3 x 7.
Þrír fyrir þríeinan.
Sjö fyrir andann.

Við námum atvikið sem tákn.
Blessun handa smælingjunum.
Hverja fuglar himinsins komu til að kveðja.
Til að blessa
Svo hurfu þeir.

Og við ókum heim á leið.
Hljóðlát.
Það er svo margt í umhverfinu.
Ef maður gætir að.

,,Og þó er ekki einn af þeim gleymdur fyrir Guði.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.