Þúsund jólaljós

Fyrir um það bil tuttugu árum íslenskaði ég þennan texta að beiðni Árna Arinbjarnarsonar, sem þá stjórnaði Fíladelfíukórnum í Reykjavík.
Mér finnst gaman að birta hann á jólunum.

Þúsund jólaljós

Nú þúsund jóla loga ljós
og lýsa mönnum skær.
Þau Drottni flytja dýrðarhrós
og dapra gleði nær.

Og vítt um heim og byggt hvert ból
er bjart og hlýtt í kvöld.
Í fjárhúsjötu friðarsól
er fædd og sest við völd.

Hjá Betlehem þín stjarna stóð
og steig þín elska hæst.
Þar veitti döprum vonarglóð,
þín viska dýrðar glæst.

Ó, faðir, send þú fátækum
þitt friðarljósa skin.
Og sætan gef þú syrgjendum
þinn son að einkavin.

Emmy Köhler – Óli Ágústar

Eitt andsvar við „Þúsund jólaljós“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.