Farðu með gát gamli maður

Maður vaknar með lag í hausnum. Old man river. Og hugsar til Paul Robeson. Svarta bassasöngvarans. Old man river. Stefnumót við læknasetur er á dagskrá. Há og grönn stúlka og snör í hreyfingum kallar nafnið manns. Í línurit.

Það sitja sogblettir eftir á brjóstinu á manni. Old man river. Maður rifjar upp eitt og eitt atvik frá unglingsárum. Sú var tíðin. Segir eittvað við dömuna. Hún hefur engan áhuga. Old man river.

Svo sest maður á bekk framan við viðtalsherbergi læknisins og situr og bíður. Það er nokkuð föst regla að læknirinn kallar þrjátíu til fimmtíu mínútum seinna en skráður tími segir. Situr og bíður. Hverfist inn. Stundum er eins og slag falli úr,- svo tekur það við sér og skellir þrem aukaslögum til að fylla í skarðið. Maður finnur bankið. Old man river.

Poul Robeson var bandarískur negri. Hann var mikill söngvari, víðfrægur og vinsæll. Hann trúði á Sovét. Þangað til hann fékk tækifæri til að heimsækja paradísina. Þá gekk hann af trúnni á Sovét. Old man river.

Menn eiga ekki að trúa á ríki. Ekki að trúa á ríkisstjórnir. Það eru ekki til góðar ríkisstjórnir. Bara misvondar. Við höfum talsverða reynslu af því hér. Og nú reynir stjórnarandstaðan, sem ber ábyrgð á hruninu, að komast aftur í ríkisstjórn. Ekki lofar það góðu fyrir þjóðina.

Loks kallar læknirinn. Eftir hálftíma samtal kveður maður og á leiðinni út syngur Paul Robeson inni í hauskúpunni á manni: Old man river. Það er heiðskírt úti. Útgeislun frá jörð. Hálka á planinu. Farðu með gát gamli maður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.