Æfingin og samlyndið

Eftir að hafa ræktað alskegg í andlitinu um áratuga skeið, með sárafáum hvíldum, kostar það allnokkur átök að ákveða að farga gróðrinum. Ákvörðunin tók viku þetta skiptið. Hafði þá farið í spegilinn aftur og aftur og spjallað við andlitið um málið.

Lesa áfram„Æfingin og samlyndið“

Maður með þrjá innkaupapoka

Allt í einu varð eins og veröldin brjálaðist. Ég var í sakleysi mínu að setja þrjá innkaupapoka í aftursætið á mínum bíl þegar tveir hundar í bíl við hliðina á mínum urðu gjörsamlega trítilvitlausir. Þeir geltu og urruðu og hentust fram og aftur í bílnum og ég gat ekki betur séð en það væri ég sem fór svona í taugarnar á þeim.

Lesa áfram„Maður með þrjá innkaupapoka“

Önnur myndin er gáta

Helgin hafði verið svo elskuleg í litla kofanum okkar Ástu. Föstudagur einkenndist af suðaustan átt og rigningu. Laugardagur af suðvestan átt og rigningu. Hvað er hægt að hugsa sér ánægjulegra þegar maður drekkur í sig refsingarbrjálsemi Raskolnikofs. Rodja.

Lesa áfram„Önnur myndin er gáta“