Laufið hélt í regndropana

Veðrið á laugardag var eins og af óskalista. Það var stafalogn og hiti 15°C. Svo á miðjum degi tók að rigna. Helli rigna. Regndroparnir streymdu lóðrétt niður, þétt saman. Það var eins og ský félli. Laufblöð ungu hríslnanna breiddu úr sér og teyguðu regnið og héldu í dropana. Fagnandi. Það hafði ekki rignt í margar vikur. Ósjálfrátt stóð ég upp, gekk út fyrir skyggnið, leit til lofts og lét rigna framan í mig.

Lesa áfram„Laufið hélt í regndropana“