Hraðalosti á þjóðvegunum

Það vita auðvitað allir sem aka bílum að einhverju ráði að þegar ekið er hægt og jafnt sparast bensín allverulega. En hvort fólk almennt leggur í að aka hægar en á lögboðnum hámarkshraða á aðalþjóðvegum landsins er allt önnur saga. Því það liggur ljóst fyrir að umferðin er skrímsli sem æðir froðufellandi áfram langt yfir hámarkshraða og eirir engu.

Lesa áfram„Hraðalosti á þjóðvegunum“