Veisluhelgi og rigning

Þessi helgi er helgi sigra og gleði. Einnig veisluhalda og fagnaða. Ekki færri en sjö einstaklingar tengdir fjölskyldunni fagna útskrift úr námi. Allt eru það sigrar. Veislur voru haldnar í gær. Ein fjölmenn, önnur tveggja manna. Sigrar og gleði.

Við gamla mín fórum í smá bílferð skömmu eftir hádegi í dag. Áfangastaðir voru þrír. Byrjuðum í Gróðrarstöðinni Mörk. Þar var allmargt fólk að kaupa plöntur. Við skoðuðum verð. Skrifuðum þau niður. Á einum stað stóðu tveir bakkar stóðu hlið við hlið. Á öðrum stóð elri, hinum ölur. Hver er munurinn?

Dagskrá sýningarinnar
Dagskrá sýningarinnar

Næsti áfangastaður var Kjarvalsstaðir. „Frá Unuhúsi til Áttunda strætis.“ Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir. Sál mín fylltist af gleði og skellihló innan í mér þegar inn í litla herbergið kom og hetjurnar úr Unuhúsi umluktu mig. Það voru ólýsanleg hughrif. Þvílíkir listamenn, Nína og Louisa. Og fyrirmyndirnar. Yndislegar. Þarna er mögnuð veisla á boðstólum. Frábær sýning sem allir ættu að skoða. Aðgangur ókeypis.

Við enduðum á útisvæðinu í Garðheimum. Og þá tók að rigna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.