Hjáróma tómatar

Þetta var undir morgun í fyrradag. Svefninn hafði verið slitróttur eftir klukkan fimm. Ýmsir draumaórar birtust á draumasviðinu. Einn var skringilegastur. Mér fannst ég vera staddur í gömlu sundlaugunum í Laugardal. Þær voru norðan við Sundlaugaveginn. Gömul bygging en góðar útilaugar.

Lesa áfram„Hjáróma tómatar“

564 með adagio

Það var ekki fyrr en í þessari viku sem ég loksins braut regluna. Hún var sú að taka ekki Bach með í bílinn. Paganini var eiginlega eini sígildi höfundurinn sem ég dró með mér niður á það plan. Þangað til í fyrradag. Þá féll ég. Svo ók ég umhverfis Reykjavík. Þetta var á uppstigningadag.

Lesa áfram„564 með adagio“

Vindhanar og vindmyllur

Dagarnir eru margvíslegir. Landsmenn hafa fagnað ákaflega yfir sólinni. Og logninu. Ekki má gleyma því. Enda flokkast slík veðursæld undir blíðu sem er fremur sjaldgæf á vindhólmanum okkar. En það er ekki nóg að sólin skíni. Það eru ótal önnur atriði sem verða að vera í lagi til þess að fólk geti notið blíðunnar.

Lesa áfram„Vindhanar og vindmyllur“

Sýndu mér hvernig

Sagan endurtekur sig. Nýliðar eru afkastamiklir við að gagnrýna. Þeir telja sig vita betur en allir sem ákvarðanir taka. Þannig hefur þetta verið öll árin sem ég hef hlustað á stjórnmálamenn og lesið greinar þeirra. Síðar, þegar og ef þeir komust þangað sem ábyrgar ákvarðanir voru teknar þá þögnuðu þeir skyndilega eins og lömb á haustdögum.

Lesa áfram„Sýndu mér hvernig“

Allt er lífið glíma

Eins og fram er komið þá dvöldum við yfir helgina í sveitinni. Veðurblíðan sem tók á móti okkur síðdegis á föstudag var með fáum dæmum miðað við maímánuð. Svo einstök var hún. En um nóttina hvessti af norðaustri. Sú átt er þrálát þarna og oft stíf. En skjólið sunnanundir gerir lífið konunglegt.

Lesa áfram„Allt er lífið glíma“