Helgi og Hannes – og barnavagninn

Það sést á hegðun fuglanna við höfnina að vorið er í loftinu. Það er í vængjum þeirra og tilhugalífi. Bæði þeim sem flögra yfir sem og þeim sem sitja á haffletinum og láta reka. Sjórinn er sléttur. Yfirborð hans liðast mjúklega. Trilla stímir inn um hafnarmunnann. Félagarnir Helgi og Hannes sitja saman á bekknum. Hafa verið þar dágóða stund. Þeir hafa hneppt efstu tölunni frá kuldaflíkum sínum. Hitinn er tíu gráður. Snjáður barnavagn stendur við hlið bekksins.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – og barnavagninn“