Guð er byrjaður að vinna í landi

Guð hafði mikið að gera á skútuöldinni

SLYSAÖLDIN

Guð hafði mikið að gera á
skútuöldinni.
Forfeður mínir
langafi minn
faðir hans og afi
höfðu drukknað í fiskiróðri
í Faxabugt.
Mann fram af manni
hafði ætt mín drukknað
í Faxaflóa og
guð hafði mikið að gera á skútuöldinni.
Hann er nú að mestu hættur
til sjós og er byrjaður
að vinna í landi.

Úr ljóðabókinni Með sand í augum, eftir Jónas stýrimann Guðmundsson.

Eitt andsvar við „Guð er byrjaður að vinna í landi“

  1. Held að þeim vonda hafi verið eftirlátnir vegirnir.
    Sá hleypur greinilega í margan um leið og sest er undir stýri – og á reyndar bæði við bíl og banka.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.