Hvað á það að þýða af síldinni að verða veik?

Hvað á það að þýða af síldinni að verða veik? Og missa verðgildi sitt, síldin, veðsett óveidd. Upp í topp. Og það á svona erfiðum tímum. Er þetta ekki gjörsamlega óábyrgt? Hvernig bregðast nýju bankarnir við? Hvernig brugðust gömlu bankarnir við?

Snýst þetta ekki allt um bankana? Aumingja vesalings bankana. Með alla sína pappírstætara. Nei, það er ekki tekið út með sældinni að vera banki, skal ég segja þér.

Eitt andsvar við „Hvað á það að þýða af síldinni að verða veik?“

  1. Sjaldan er ein báran stök, segir máltækið. Það er áfall fyrir þjóðfélagið á þessum tímum að síldin skuli vera svona komin. Margir hafa bent á heimskuna við að afhenda einkaaðilum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar á undanförnum árum, en lítinn hljómgrunn fengið. Svo þikjast Sjálfstæðis og Framsóknar menn enga ábyrgð bera. Það er ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir okkur núna. Kær kveðja á aðventu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.