Skápurinn

Í fjórðu atrennu tókst okkur loks að kaupa skápinn. Tilhlaupið hefur staðið í tvö heil ár. Ég segir aftur, tvö heil ár. Þetta er fataskápur í litla kofann okkar í sveitinni. Ásta hefur haft augastað á honum í tvö ár. „Þá myndi ég losna við þessa fjórtán snaga á öllum veggjum,“ sagði hún og brosti svo fallega.

Lesa áfram„Skápurinn“

Fæðing frelsara – gleðileg jól

Ekki eru jólin öllu fólki hátíð. Enda líklegt að fólk hafi mismunandi skoðun á því hvað þurfi til svo að hátíð teljist. Þessi árin virðist sem færri leiti inn í huga sinn og hjarta að hátíð. Tímarnir hafa og mótast af mikilli veraldarhyggju. Flest gildi metin eftir markmiðum Mammons og sálmar tileinkaðir honum. Lítið hald virðist í þeirri trúarstefnu þessa dagana.

Lesa áfram„Fæðing frelsara – gleðileg jól“

Hamsað og kjamsað

Skötudagur í nafni heilags Þorláks fer í hönd. Fimmtán manns borða skötu með okkur Ástu í dag. Það hefur verið siður undanfarin ár. Einn þátttakenda krafðist þess að ég prófaði tindabikkju sem hann verkaði sjálfur. Ég var mjög tregur til þess en komst ekki undan. Þáði nokkur börð. Svo bakaði ég rúgbrauð í gær til að hafa með skötunni.

Lesa áfram„Hamsað og kjamsað“

Ást og kelerí á sunnudagsmorgni

Eftir kaffið og Moggann í morgun sögðu bækur í einni hillunni í bókaherberginu að það færi ekki nógu vel um þær. -Elskurnar mínar, svaraði ég, -hvað er það sem angrar ykkur? –Æ, okkur ljóðabækurnar langar að vera meira saman. Þú hefur dreift okkur of mikið og stungið ýmsum á milli og aðskilið sumar okkar sem eru vinir. -Eruð þið snobbaðar, spurði ég?

Lesa áfram„Ást og kelerí á sunnudagsmorgni“

Hrafntinnur – gott fyrir hjartað

Þar sem ég var að hreinsa snjó af bílnum mínum skömmu fyrir hádegi, það var heilmikill snjór og tók drjúga stund, kom kona nokkur gangandi heim að blokkinni. Hún var hávaxin, grönn, klædd til göngu í rauðum stakk. Þegar hún kom að bílnum sem stóð við gangstéttina, snéri ég mér að henni og sagði: „Það er jólalegt.“ Hún leit til mín, tók Ipod frá eyranu svo að ég endurtók: „Það er jólalegt.“

Lesa áfram„Hrafntinnur – gott fyrir hjartað“