Messa, Silfur og Heinrich Böll

Messa. Við fórum í Hallgrímskirkju í morgun. Ellefu messu. Hjónin. Það var sæmileg kirkjusókn. Hörður Áskelsson benti mér á að Messias eftir Händel yrði flutt á nýársdag. Það var vingjarnlegt. Krakkar kveiktu á fyrsta aðventukerti. Baukar gengu til að safna fyrir Hjálparstarfi kirkjunnar. Ekki veitir af. Í lok prédikunar fór biskupinn með bæn og blessun. Meðal annars bað hann fyrir stjórnvöldum. Það er biblíulegt og gladdi mig: „Elskið óvini yðar.“

Lesa áfram„Messa, Silfur og Heinrich Böll“