Út í regnið fagnandi við förum

Þar bíður okkar síðasta gróðursetning ársins. Aspir. Tuttugu eintök. 80 til 100 sm. Rakastigið verður ólíkt því sem var í vor þegar við gróðursettum birkiplöntur í bökkum. Um þær má segja að þær hafi eiginlega horfið í þurrkunum sem stóðu í á annan mánuð. Og allir brunnar tómir. Vonum samt að þær teygi sig upp á móti sól næsta sumar.

Það hefur gefist okkur vel að gróðursetja á haustin. Seint á haustin. Í fyrsta sinn sem við gerðum það, það var fyrir tíu árum, seint í október, geisaði stormur, 20 til 22 m/s. Og rigning. Eiginlega gátum við ekki staðið í mestu hviðunum. En hríslurnar þær, hafa staðið sig með miklum sóma og bera af öðrum í umhverfi sínu. Voru þó afgangskræklur á útsölu í Fossvoginum.

Bóndi í Borgarfirði, sem ég talaði við í síma í vikunni, sagði að líklega myndi rigna fram að jólum. Það kemur sér samt ekki vel fyrir hann. Og hann blótaði pínulítið því að hann getur ekki þreskt kornið sitt nema í þurru. En gæsin fagnar svakalega. Hún elskar skriðið korn og hámar það í sig út veiðitímann. Og skotveiðimenn munu elska gæsina troðfulla af korni.

Fyrir tveim árum skrifaði ég þennan pistil um september.

Eitt andsvar við „Út í regnið fagnandi við förum“

  1. Sæll Óli, til hamingju með afmælið í dag 29.09.

    Bestu kveðjur

    Kiddi Klettur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.