Þegar sárast svíður…

Þegar sárast svíður undan stjórnmálamönnum, viðhorfum þeirra, aðgerðum og aðgerðarleysi, upplifi ég gjarnan í reiði og beiskju löngun til að fá að kjósa upp á nýtt og skipta út fólkinu sem fer með valdið. Sárast bítur þetta þegar venjulegt fólk verður fyrir barðinu á þeim.

Í framhaldi skoðar maður í huganum hvaða fólk annað er í boði í stöðurnar og kemst alltaf að sömu niðurstöðu, nefnilega þeirri að það er ekkert annað fólk eftirsóknarverðara. Það hefur nefnilega sýnt sig að þótt þeir sem lifa á pólitík hafi sig í frammi með hávaða og mikilli gagnrýni á þá sem með valdið fara, þá gjörbreytist orðræða þeirra og athöfn þegar þeim er fengið vald. Eins og dæmi sanna.

Hugtakið lýðræði kemur oft fyrir í stjórnmálaumræðu. Mér varð hugsað til þess við lestur yfirlýsingar Hönnu Birnu um að hún og hennar hópur væri á móti prófkosningu. Hví skyldu þau vera á móti prófkosningu? Gæti það verið vissa um að hópurinn fengi falleinkunn hjá kjósendunum og þau þar með missa starf sitt, aðstöðu og vald?

Hugtakið lýðræði er auðvitað bara hugtak. Ráðamenn nota það aðeins ef það gagnast þeim. Þeir munu ævinlega taka eiginhagsmuni fram yfir hagsmuni borgaranna.

Þegar sárast svíður… sviðinn minnkar ekkert þrátt fyrir þennan pistil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.