Innvortis ef veðrið bregst

Þegar tölvan setur þennan pistil inn á heimasíðuna erum við Ásta stödd uppi í Borgarfirði þar sem við ætlum að vera yfir helgina og horfa á snjókomuna. Hitastigið í Húsafelli var aðeins + 1.7° C, skömmu fyrir hádegi í gær þegar við ákváðum að fara þrátt fyrir kuldann.

Bóndakona í næstu sveit sagði mér í síma í gær að undanfarna daga hefði mátt sjá gróðurinn vaxa og taka á sig grænan lit. Þannig hefði blíðan verið alla vikuna. En nú gengur hvítasunnuhelgin í garð með kulda og þræsingi, sagði hún, og sauðburður á fullu og allt heldur áfram hvernig sem viðrar.

Já, allt heldur áfram og auðvitað fylgir maður með á meðan rafhlaðan í gangráðnum endist. Vona ég að lífið verði öllu fólki eftirlátt þótt ekki séu líkur á mikilli tilhlökkun til næsta dags í Burma. Undarlegir menn sem stjórna í því landi.

Óska ég vinum mínum og óvinum gleðilegrar hvítasunnuhátíðar, við höldum hana einfaldlega innvortist ef veðrið bregst alveg.

Eitt andsvar við „Innvortis ef veðrið bregst“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.