Rætur gróðursins

Það er sunnudagsmorgun og það rignir. Rigningin er langþráð og maður reynir að hugsa eins og jarðvegur. Það blasir samt við að jarðvegur hugsar ekki. En hann lifir og er þótt hann hugsi ekki. Því getur verið eins farið með mig, ég er þótt ég hugsi ekki, þrátt fyrir cogito ergo sum. Og það er sunnudagsmorgun og það rignir og ég fagna með jörðinni.

Lesa áfram„Rætur gróðursins“