Stefnumótið – hún mætti ekki

Það voru mikil vonbrigði að hún mætti ekki. En á næsta bekk var par sem ástin hafði vitjað.

Fyrst horfðust þau í augu. Ég veit ekki hvort þau brostu. Sýndist þau storka hvort öðru.

Á næsta bekk var par

Stundum var eins og hún manaði hann. Flaug upp og sagði í stríðnitóni: „Þú getur ekki náð mér.“

Þú getur ekki náð mér

Þá herti hann upp hugann og reyndi að ná henni. Hún vék sér undan og lét hann ganga á eftir sér. Þau skríktu og hlógu niðursokkin í tilhugalífinu.

Þau skríktu og hlógu

Svona létu þau dágóða stund. Endurtóku leikinn hvað eftir annað. Og settust á bekkinn á milli.

Settust á milli

Ég ætla að mæta aftur á sumardaginn fyrsta. Kannski mætir hún þá sú sem ég vænti.

2 svör við “Stefnumótið – hún mætti ekki”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.