Hjónatappi og afkastamoð

Í gærmorgun, á fyrra fallinu, skoðaði ég Kiljuna frá kvöldinu áður á netinu. Á síðari hlutanum stóð ég mig að því að skellihlæja, svona einn með mér. Það kemur ekki oft fyrir þessi árin.

Það var vitaskuld viðtalið við Braga Kristjónsson sem framkallaði þennan skellihlátur. Hann sýndi járnskúlptúr eftir Sverri Haraldsson, af þeim hjónum Braga og Nínu, og hjónatappann sem hægt er að draga út og stinga inn aftur.

Einnig fletti hann bók um Sverri, eftir Matthías Johannessen, þar sem meðal annars gat að líta „lappirnar á Bryndísi Schram, út um allt“, eins og hann orðaði það. Athyglisverðar myndir.

Ætli orðið „afkastamoð“ sé ekki nýyrði? Hef að minnsta kosti ekki heyrt það fyrr. Bragi notaði það í þættinum. Sjá hér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.