Agnes spyr um hagfræði

Þegar verkamaður gekk fyrir bankastjóra og þurfti að semja um vanskil á láni, þá hélt bankastjórinn langa tölu um óráðsíu og agaleysi með ströngum tóni. Lúpulegur og iðrandi seig verkamaðurinn niður í sæti sínu logandi hræddur við þennan gáfaða mann sem hafði vald yfir framtíð hans.

Nú eru bankastjórarnir í sporum verkamannsins og verða að horfast í augu við það sem þeir sjálfir kölluðu óráðsíu og agaleysi. Munurinn er sá, á bankastjórunum og verkamanninum, að ríkisstjórnin býðst til að borga fyrir bankastjórann. Með peningum frá verkamanninum. Er það ekki sætt?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.